Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 7
íslenzkur málmsmíöaiðnaður
Uttektarskýrsla Svíanna Jarls Fison Holmgren og Stens S Hemmingson, september 1971
Inngangur
Höfundar skýrslunnar heimsóttu
30 íslenzkar vélsmiðjur í júnímán-
uði 1971. í formála skýrslunnar geta
þeir þess, að skýrslan sé aðeins
bráðabirgðaskýrsla til leiðbeiningar
fyrir íslendinga að vinna sjálfir að
lokamarkmiðinu: að aðhæfa málm-
smíðaiðnaðinn íslenzkum aðstæðum,
en síðan þurfi að fylgja málinu eft-
ir. Þeir telja, að aðeins í undantekn-
ingartilvikum geti íslenzk málmiðn-
aðarfyrirtæki náð slíkri stærðar-
gráðu, að þau gætu tileinkað sér
kosti stóriðnaðar. Vaxtarmöguleikar
fyrirtækjanna vegna heimamarkaðar
telja þeir takmarkaða, en útflutnings-
möguleikarnir séu enn ekki nýttir.
Slíkt beri að gera, en það krefjist
stórátaks í markaðskönnun.
Markaðurmn
Markaður málmiðnaðarins er nær
eingöngu innanlands, aðeins nokkur
tilfelli um útflutning til nágranna-
landanna. Islenzk málmiðnaðarfram-
leiðsla hefur yfirgnæfandi hluta af
innanlandsmarkaðinum. Á árunum
1963—1969 er talið að hlutur málm-
iðnaðarins í heildarmarkaði iðnað-
arins innanlands hafi lækkað úr 81%
í 46%, þrátt fyrir það að heildareft-
irspurnin hafi vaxið um 3% á þessu
tímabili. Innflutningurinn virðist
hafa vaxið mest á þeim framleiðslu-
vörum, sem auðveldast sé að fram-
leiða innanlands, en vegna mikillar
framleiðslu á þessu tímabili fyrir
fiskveiðar og fiskiðnað, sóttust fyrir-
tækin ekki eftir þátttöku í þessari teg-
und léttiðnaðarframleiðslu.
Útflutningur kemur tæplega til
greina, þótt finna megi framleiðslu-
vörur, sem ættu að vera vel markaðs-
hæfar erlendis. Ymis tæki, vélar og
búnaður fyrir fiskiðnaðinn ættu að
geta verið útflutningsvara, og einnig
standa vonir til, að fá megi aðgang
að undirbirgðakaupþingum (under-
leverandörbörser) Norðurlanda.
Uppbygging mábnsmíðaiðnaSarixis
Árið 1968 var fjöldi og stærð
málmsmíðafyrirtækja sem hér segir
(sjá töflu):
Samanlagður fjöldi mannára
(vinnuára) 1968 var 1730 og hefur
farið lækkandi síðan. Brúttó fram-
leiðsluverðmæti á mannár voru kr.
265 þús. (í Svíþjóð 765 þús.).
Stærstu fyrirtækin hafa vaxið minna
en hin smærri eða minnkað síðustu
árin. Þetta má rekja til þess, að þau
hafa verið mjög háð þróun fiskiðn-
aðarins, en minni fyrirtækin hafa
haft meiri sveigjanleika til þess að
aðlaga sig nýjum sviðum markaðs-
ins. Áberandi er, hve mörg fyrir-
tæki vinna að sömu framleiðslu, en
það gefur lélega nýtingu vélakosts,
til skaða fyrir alla aðila. Hér eiga
lánastofnanir allmikla sök. Velta
þessara 34 fyrirtækja var árið 1970
minnst kr. 500 þús., mest kr. 1 millj.,
og að meðaltali kr. 730 þús. á mann-
ár. Með 1700 mannárum gerir þetta
kr. 1.220 millj. heildarveltu fyrir
málmsmíðaiðnaðinn. Brúttó var að
meðaltali 8% af veltu (mest 23% og
minnst 4%). Veltan á mannár hafði
aukizt töluvert á árunum 1968—
1970.
Vélakostur
Vélakosturinn er allslitinn. Aðeins
eitt fyrirtæki hefur áætlun um stöð-
uga endurnýjun hans, þannig að
engin vél verði eldri en 12 ára. Lítil
endurnýjun hefur átt sér stað síðan
1965. Þetta leiðir af sér minni af-
köst, og vinnslutími og kostnaður
eykst. Lyftubúnaður og flutningatæki
er sjaldgæf, og gerir það vinnuna
erfiðari og seinvirkari.
Framleiðslan
Nær engin fyrirtækjanna hafa á-
form um nýja framleiðslu, en snúa
sér meir að því að líkja eftir fram-
IÐNAÐARMÁL
101