Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 23
aðarins á þeim grundvelli, sem frum- varp þetta gerir ráð fyrir. Verði hún rekin sem sjálfstæð stofnun með sam- eiginlegri aðild hinna almennu at- vinnusamtaka, sem ráðandi eru í iðn- aðinum, þ. e. Félags ísl. iðnrekenda, Landssambands iðnaðarmanna og Sambands ísl. samvinnufélaga, og jafnframt með aðild viðskiptaráðu- neytisins og iðnaðarráðuneytisins, a. m. k. meðan stofnunin verði studd með fjárframlögum af opinberri bálfu. Mundi slík stofnun verða til þess fallin að veita markvissa og sam- henta forustu í útflutningsmálum iðn- aðarins, og geta eflt hlut útflutnings- iðnaðar í þjóðarbúskapnum til muna umfram það, sem annars mundi vera. Meginhlutverk stofnunarinnar yrði það, að annast alhliða kynningu út á við á útflutningsvörum iðnaðarins, markaðskönnun og markaðsleit, á- samt milligöngu um hvers konar við- skiptasambönd, en inn á við mundi hún starfa að kynningu á útflutnings- möguleikum og leiðbeiningu um hag- nýtingu þeirra, og jafnframt aðstoða við skipulagningu framleiðenda á út- flutningsstarfsemi sinni og stuðla að samvinnu þeirra á milli um fram- kvæmd hennar. Þannig mundi stofn- unin geta leyst af höndum mikilvæg verkefni, sem einstökum iðnfyrir- tækjum væru ofviða, og myndað sam- eiginlegan farveg fyrir þá reynslu og þekkingu, sem fyrirtækin þarfnast varðandi markaðshlið starfsemi sinn- ar. Þau atvinnusamtök, sem að framan greinir, eru sammála um nauðsyn slíkrar miðstöðvar og reiðubúin til að standa að stofnun hennar í því formi, sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir. Af hálfu Félags ísl. iðnrekenda liggur það fyrir, að félagið muni leggja niður hina sérstöku útflutn- ingsskrifstofu sína, ef frumvarpið verður að lögum, en er reiðubúið að láta Utflutningsmiðstöð iðnaðarins verða aðnjótandi þeirrar aðstöðu og reynslu, sem skrifstofan hefur þegar aflað. Samkvæmt frumvarpinu verður Útflutningsmiðstöð iðnaðarins fyrst og fremst stofnun framleiðenda og útflytjenda sjálfra, en studd af hinu opinbera. Það er brýn og eðlileg nauðsyn, að sá stuðningur verði veitt- ur í verulegum mæli. Meðal annars gerir aðild íslands að EFTA það sér- staklega tímabært, að tryggja sem bezt varanlega aðstöðu slíkrar mið- stöðvar. Frumvarpi þessu er ætlað að mynda hinn nauðsynlega löggjafar- ramma um starfsemi útflutningsmið- stöðvarinnar, en gert er ráð fyrir, að málum hennar verði nánar skipað í stofnskrá, er samin verði á grund- velli laganna og staðfest af ráðherra. Hér á eftir verður vikið nánar að hinum einstöku greinum frumvarps- ins. Athugasemdir við einstakar greinar Um 1. gr. Hér er fjallað um stofnendur út- flutningsmiðstöðvarinnar, sem eru tæmandi taldir í greininni. Gert er ráð fyrir, að aðild þessara stofnenda verði undirstaðan að starfsemi stofn- unarinnar. Um 2. gr. Þarfnast ekki skýringa. Um 3. gr. Hér er fjallað um tilgang útflutn- ingsmiðstöðvarinnar og verkefnum hennar lýst að meginstefnu til, í sam- ræmi við þau sjónarmið, sem greint var frá hér að framan. Verkefnataln- ing greinarinnar er ekki tæmandi. Þess ber að geta, að við milli- göngu um vörusölu samkv. 6. tölul. mundi stofnunin ekki koma fram sem beinn söluaðili, heldur sem tengilið- ur milli ábyrgs seljanda og ábyrgs kaupanda. Um 4. gr. Hér ræðir um stjórn stofnunarinn- ar og skipulag, sbr. annars 6. gr. Talið er rétt að skipa stjóm stofnun- arinnar tiltölulega fáum fulltrúum, er hafi sem beinastra hagsmuna að gæta, og þannig stuðlað að mark- vissri meðferð mála. Er stjórninni ætlað æðsta vald í málefnum stofn- unarinnar. Um 5. gr. Gert er ráð fyrir, að framlög stofn- enda, þar á meðal ríkisins, beri í upphafi meginhlutann af kostnaði við rekstur útflutningsmiðstöðvar- innar, en reynsla muni ráða, að hve miklu leyti kostnaðinum verði mætt með þjónustugjaldi úr hendi þeirra aðila, sem leita fyrirgreiðslu hjá stofnuninni. Einnig kæmi til greina í framtíðinni að leggja útflutnings- gjald á iðnaðarvörur með samþykki framleiðenda, sem þá yrði látið renna til rekstrar Útflutningsmiðstöðvar- innar. Um fjárhæð ríkisframlagsins eru ekki sett nánari ákvæði að svo stöddu, en ljóst er, að það þarf að ná til mjög verulegs hluta kostnaðar- Framh. á 125. bls. 117 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.