Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 30
Frá vettvangi stjórnunarmála Að velja starffsfólk Eftir Edward C. Anclier Þar sem góðir starfskraftar eru meðal mikilvægustu framleiðsluþátta fyrirtækis, verður að gæta þess vand- lega að ráða jafnan hæfustu menn- ina úr hópi umsækjenda. Hver sem er getur ráðið mann í starf og í flest- um tilvikum valið rétt, en vegna þess hve mannlegt eðli er flókið, þarf eitthvert kerfisbundið mat að koma til. Þessar kerfisbundnu aðferðir verða að vera mismunandi. í litlu fyrirtæki getur verið nóg að fá sam- þykki þess, sem maðurinn á að starfa fyrir. í stærri fyrirtækjum getur ver- ið gagnlegt að nota aðferðir eins og viðtöl við marga yfirmenn, próf, kannanir á meðmælum og læknis- skoðanir. Fjórir hæfileikar mynda grund- völl starfshæfni, þ. e. hugarfar, hœfi- leikar, heilsufar og líklegur starfs- aldur. Sú áherzla, sem lögð er á hvern þessara þátta, er mismunandi eftir eðli stöðunnar, sem ráða skal í, en þeir, sem eru ábyrgir fyrir vali starfsmanna, verða að leggja rétt mat á þessa fjóra þætti til að geta valið rétt. Hugarfar Rétt hugarfar er líklega mikilvæg- asta framlagið til vinnunnar. Án þess er enginn möguleiki á því, að manni gangi vel. Ef hann hefur það, getur honum varla mistekizt. Að meta hugarfar einhvers miðar að því að uppgötva, hvers vegna um- sækjandinn kaus fyrirtækið, hverjar eru framavonir hans og hvaða álit hann hefur á sjálfum sér og hvaða álit hann hefur á öðrum og starfi sínu. Rétt hugarfar er sérstaklega mikil- vægt, ef starfsmaðurinn á að hafa samskipti við almenning, koma fram fyrir hönd fyrirtækisins eða stjóma öðrum. Jákvæð viðhorf og víðsýni eru nauðsynleg skilyrði fyrir flestum meiri háttar störfum. Þetta felur ekki í sér að umsækjandinn þurfi að vera „stórkostlegur persónuleiki“, en hann (eða hún) ættu að hafa það hugarfar, sem hæfir hinni lausu stöðu. Leggja ætti áherzlu á að hann, hvers konar manngerð sá er, sem sækir um starfið. Þeim, sem engan áhuga hefur á starfi sínu eða hefur lélegar starfsvenjur, hefur mistekizt starfið, áður en hann byrjar. Sumir hafa einfaldlega andúð á vinnu og leggja sig ekki meira fram en þeir nauðsynlega þurfa. Aðrir leggja sig misjafnlega mikið fram, meðan enn öðrum finnst, að starf þeirra sé mik- ilvægur og skemmtilegur þáttur í lífi þeirra. Það eru engar fastar aðferðir til að kanna hugarfar manna, heldur verður að kanna það með óbeinum spurningum. Starfsferill getur gefið vísbendingar, þar sem fyrri störf og verk gefa vísbendingu um væntan- lega hegðun. Hvernig skal líta á menn með vafa- sama sakaskrá eða þá,semhafa áttvið tilfinningaleg vandamál að stríða, er vafaatriði, sem meta skyldi í hverju einstöku tilviki. Ef það er greinilegt, að hugarfar mannsins hefur valdið vandamálum, má gera ráð fyrir, að hann flytji það með sér í hið nýja starf. í mörgum tilvikum getur stöð- ug atvinna hjá skilningsríkum at- vinnurekanda orðið til þess að gera úr honum afkastamikinn starfsmann. Unnt er að ákveða hugarfar ó- kunnugs manns jafnvel eftir stutt viðtal. Það kemur í ljós, þar sem menn afhjúpa ætíð nokkuð af sjálfum sér, í viðtölum og því, sem þeir gera. Hæfileikar Sérhvert starf krefst einhverra lág- markshæfileika, til þess að unnt sé að inna það vel af hendi. Þegar um ófaglært vinnuafl er að ræða, er mik- ilvægast að fá menn, sem kenna má starfið. Hæfileikar, sem þá er krafizt, eru þó eðlilega minni en þar sem krafizt er þekkingar á stjómunar- eða tæknisviðinu. Margar leiðir eru til að meta hæfni umsækjanda. Ákveðin menntun er bæði mælikvarði á hæfileika ein- staklinga og í mörgum tilvikum nauð- synlegt skilyrði. Ákveðin próf eru nauðsynleg til að fá að stunda störf eins og lögfræði og verkfræði, og fag- réttindi eru oft nauðsynleg til iðn- verka. Venjulega skyldu vinnuveitendur þó ekki leggja of mikið upp úr próf- um. Þau útiloka oft marga hæfa um- sækjendur. Þegar allt kemur til alls, er menntunin aðeins undirstaða, sem maðurinn byggir á, meðan það, sem máli skiptir, eru vænleg afköst hans. Reynsla er annar mælikvarði á starfshæfni, þar sem hún veitir upp- lýsingar um fyrri störf. Það þarf ekki endilega að merkja, að sá, sem hefur meiri reynslu, hafi meiri starfs- hæfni. Spurningin er, hvort maður- 124 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.