Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 19
Auglýsíngastofan hf. 10 ára
í tilefni af 10 ára starfsafmæli
Auglýsingastofunnar hf., hefur verið
gerður snotur bæklingur, sem inni-
heldur safn vörumerkja og annarra
merkja sem Auglýsingastofan hf.
hefur gert á þessu tíu ára tímabili.
í formála með bæklingnum segir
Gísli B. Björnsson teiknari m. a.:
Verzlunar- og vörumerki eru þau
verkefni í alþjóðlegri auglýsinga-
gerð, sem hafa um áraraðir haft
einna mest gildi. Teiknarar allra
landa kappkosta að leysa slík verk-
efni sem bezt og leggja metnað sinn
í að finna þann tilgang, sem merkinu
er ætlaður. Þar er fyrst og fremst um
að ræða tengingu við eðli viðkom-
andi fyrirtækis eða vöru, sem fái
þannig „rétt andlit“.
Eðli merkja er margvíslegt. Talað
er um merki byggð á stöfum, hók-
merki (ex libris), firmamerki, bæði
myndsæ og frjáls, tækifærismerki,
dægurmerki, framleiðslumerki, og
fleiri afbrigði má nefna.
Viðleitni teiknarans beinist að því
að finna hið einfalda, sígilda tákn,
fagurt og listrænt form, sem geti
staðizt árum saman, óháð öllum
tízkusveiflum.
Til þess að svara þeim kröfum
þarf teiknarinn að hafa í höndum
lýsingu á tilgangi verksins.
Hann þarf að leita sér upplýsinga
um frumform þeirra hluta sem um
ræðir, kanna möguleika táknmerk-
ingar þeirra og taka tillit til annarra
möguleika, svo sem náttúruforma eða
sögulegs bakgrunns.
Mergð merkja í heiminum er gíf-
urleg, en frumformin hins vegar fá:
hringur, tígull, ferningur, þríhyrn-
ingur. Allir teiknarar heims glíma
meira og minna við þessi frumform,
og hugmyndirnar virðast í fljótu
bragði oft líkar. Þó hlýtur alltaf að
verða einhver munur á, munur per-
sónuleika, munur teikningar, lita,
hlutfalla og forma. Gott merki verð-
ur aldrei öðruvísi gert en að teiknar-
inn kafi inn í sinn eigin hugarheim,
kanni hann, leiti þar frjórra hug-
mynda og reyni síðan fyrir sér um
útfærslu þeirra á margvíslegan veg.
Merkið talar alþjóðlega tungu:
það er sjaldan eða aldrei þjóðlegt.
Góð merki eru þau sem eru alþjóðleg.
Eins og áður er sagt, er bækling-
urinn vandaður að gerð og gefur
skemmtilega yfirsýn yfir þennan
þátt á starfi Auglýsingastofunnar hf.
Að skaðlausu hefði þó mátt tímasetja
merkin.
IÐNAÐARMÁL
113