Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 9
pökkun framleiðslunnar, og fullyrða má, að gæði margra tegunda eru minni en tilsvarandi tegunda vænt- anlegra keppinauta. Scrlcm Salan er öll innanlands og fer fram gegnum umboðsmenn. Fjárhagur fyr- irtækjanna er allþröngur, þar eð þau þurfa að veita langa greiðslufresti, allt að 3—4 mánuðum. Auglýsinga- kostnaður er hverfandi. Aætlanir, verðlagning, kostnaðareítirlit Fyrirtækin vita ekki, hvaða fram- leiðslutegundir gefa beztan hagnað. Framleiðsluáætlun er oft aðeins gerð nokkrum dögum áður en framleiðsla er hafin og þá byggð á upplýsingum um sölu. Því er jafnan aðeins lítið magn framleitt hverju sinni. Stærstu fyrirtækin hafa stöðugt samband sín á milli. Fulltrúar þeirra mæta á sam- eiginlegum fundum, en umræðuefnið er jafnan um verðlagningu. Almenn atriði Mikill hluti hráefnisins er innflutt- ur, árið 1968 um 50%, og fram- leiðsluverð því mjög háð gengi er- lends gjaldeyris. Þar eð sælgætisiðn- aðurinn á að fá lengri aðlögunartíma innan EFTA en flestar aðrar iðnað- argreinar, þarf ekki að hafa áhyggjur af þróuninni næstu 5 ár. Hins vegar hlýtur samkeppnin að harðna fyrr eða síðar, og enginn vafi er á því, að þessi iðnaður mun lenda í miklum erfiðleikum, ef uppbyggingu hans verður ekki gjörbreytt. Verðsamanburður milli erlendrar og innlendrar framleiðslu er mjög ó- IÐNAÐARMÁL hagstæður fyrir hina síðari, einkum vegna þess hve verðið er hátt á mjólk- ur- og undanrennudufti, en það er 17% af hráefni og umbúðum. Mjólk- urduftið er 205% dýrara og undan- rennuduftið 255% dýrara hér en er- lendis. Samanborið við hin Norð- urlöndin eru tiltölulega mörg fyrir- tæki starfandi í þessari grein á ís- landi. Af innflutningsskýrslum má sjá, að endurnýjun vélakosts er ó- veruleg. * Af því, sem hér hefur verið rakið, má draga þá ályktun, að endurskipu- lagningarvandamál sælgætisiðnaðar- ins þurfi fyrst og fremst að leysa með endurnýjun vélakosts og sam- runa fyrirtækja. En til þess að auð- velda samruna þarf að breyta skatta- löggjöfinni. Samtímis þarf að kanna möguleika á samvinnu við erlend fyr- irtæki og gera ráðstafanir til að tryggja þessum iðnaði mjólkurduft á heimsmarkaðsverði að viðbættum flutningskostnaði. íslenzkur húsgagna- og innréttingaiðnaður Uttektarskýrsla Pers Selrod, ógúst 1971 Niðurstöður í hnotskurn Litlar verkstæðiseiningar. Upp- bygging iðnaðargreinarinnar þó ekki erfitt vandamál. Bókbald ekki notað sem stjórnunartæki og til eftirlits með fyrirtækjunum. Afköst lítil, tæp- ur helmingur af afköstum í sama iðn- aði í Noregi. Auka má afköst og samkeppnishæfni við innflutning töluvert með tiltölulega einföldum aðgerðum. Stjórnendur sýna jákvæða og þróttmikla afstöðu, en þá skortir þjálfun. Forsendur fyrir útflutningi eru ekki fyrir hendi í bili. Fjárfest- ingarþörf í iðnaðargreininni 100— 200 millj. króna og skyldum fyrir- tækjum 2—4 millj. króna. I skýrslunni er ekki fjallað um út- flutning, byggðapólitísk atriði, sam- band vinnuveitenda og starfsfólks (þýðingarmikið atriði, en betri þekk- ing á ástandinu nauðsynleg) eða samband handiðnaðar og iðnaðar. í skýrslunni er athugun á iðn- aðargreininni skipt í húsgögn, hurð- ir, glugga og eldhúsinnréttingar. Út- fyllt spurnareyðublöð og innsendir reikningar voru grundvöllur fyrir mati á einstökum þáttum, svo sem bókhaldi, innkaupum, framleiðslu o. s. frv. Auk aðalskýrslunnar var lagt mat á hvert fyrirtæki fyrir sig af þeim, sem heimsótt voru, en það voru 35 fyrirtæki og ýmsir seljendur, verzlanir og stofnanir. Markaðurinn Innanlandsmarkaðurinn er: Húsgögn kr. 350 millj. á ári Innihurðir 15000 stk. á ári Gluggar 20000 — - — Útihurðir 1200 — - — Eldhúsinnréttingar 1600 ein. á ári útflutningur er nær enginn og litlir möguleikar á útflutningi, vegna þess að lítil framleiðni gefur hátt verð, vörugæði eru misjöfn, of lítið er lagt upp úr hönnun, og útflutnings- samtök vantar. Innflutningur er nær enginn. 103

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.