Iðnaðarmál - 01.04.1971, Side 32

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Side 32
Nytsamar nýjungar Höggdeyíar aftan ó vöru- bíla Þegar árekslur milli vörubíls og fólksbíls verður með þsim hætti, að hinn síðarnefndi ekur inn undir vöru- bílinn að aftan, kemur höggdeyfir fólksbifreiðarinnar yfirleitt ekki að neinu gagni. Fólksbíllinn ekur þá inn undir hinn langa vörupall, eink- um á lengivögnum, og afleiðingarnar eru oft hörmulegar, bæði að því er varðar slys á mönnum og efnislegt tjón. Gerðar hafa verið tilraunir með höggdeyfa úr frauðefni, sem komið er fyrir í púðum úr 1 mm blikk- þynnu, eða plastpúða. Nær hann þá yfir alla breidd ökutækisins og er styrktur með þverböndum. Púðinn gegnir þá einnig hlutverki aurhlíf- anna. Auk þess er númeraplötu og bakljósi komið fyrir á púðanum. Tilraunir hafa verið gerðar á tveimur Ford 12 M og einum Opel Rekord af árgerð 1958. Fyrsta til- raunin, sem sýnd er hér, var gerð með Opel, sem ekið var á 30 km hraða aftan á kyrrstæðan 16 smá- lesta tengivagn. Höggdeyfirinn var frauðpúði, klæddur 1 mm blikkþynnu (1. mynd). Höggdeyfirinn hlaut að- eins óverulegar skemmdir, en bíllinn 1. mynd. 126 fékk mikið liögg, rétt eins og honum hefði verið ekið á fasta hindrun. Blikkið leiddi kraftinn á of stóran flöt, og þrýstingurinn á frauðinni- haldið varð of lítill -— krafteyðingar- áhrifin voru of léleg (2. mynd). Við aðra tilraun hafði blikkið ver- ið fjarlægt af bakhlið púðans, og nú var Ford 12 M ekið á hann með 33 km hraða. Mikill hluti hreyfingar- kraftsins eyddist í púðanum, og í samanburði við fyrstu tilraun urðu nú litlar skemmdir á bílnum, en mið- að við árekstrarhraða er tjónið á púðanum nokkuð mikið (3. mynd). í þriðju tilraun var Ford 12 M ekið á tengivagninn, án þess að hann 3. mynd. 4. mynd. væri húinn nokkrum höggdeyfi (4. mynd). Hraðinn var 33 km. Tjón varð mikið á bílnum. Hann ók inn undir tengivagninn og á afturöxul hans. Höggið varð svo mikið, að hlaðfjöður lirökk úr festingunni. Tilraunirnar sýndu, að með slíkum höggdeyfum er unnt að auka mjög öryggi í umferðinni. Úr „Ajour—“ (411) nr. 5 a, 1971 FrauSplast gegn olíuplágu Nýlega átti sér stað árekstur milli tveggja olíuskipa fyrir utan strönd Golden Gate Bridge í San Francisco í Bandaríkjunum. Næstum 4 milljón- ir lítra af olíu breiddust hratt út um San Francisco flóann eftir árekstur- inn og stofnuðu baðströndum og frið- unarsvæðum dýra meðfram 80 km langri strandlengj unni í mengunar- hættu. Til að koma í veg fyrir svo hræði- legt slys dreifðu menn í U.S.A. í fyrsta sinn úr þyrlu milljónum kúlna úr frauðplasti yfir olíublettina. Kúl- urnar sugu olíuna í sig og hindruðu, að hún dreifðist víðar um flóann. Síðar var kúlunum safnað saman og þær sogaðar upp af yfirborði vatns- ins. Úr „Ingeniörens Ugeblad“ í júní 1971 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.