Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 29

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 29
Kveðja til stjórnarmanna IMSÍ Þegar lögin um Iðnþróunarstofnun íslands komu til framkvæmda á miðju ári 1971, urðu stjórnarskipti í stofnuninni. Fráfarandi stjórn Iðn- aðarmálastofnunar Islands hafði ver- ið skipuð 1966, og skipuðu hana þessir menn, er áðurnefnd lagabreyt- ing tók gildi: Björgvin Frederiksen formaður, Benedikt Gröndal, Björn Bjarnason, Hallgrímur Björnsson, Harry Frederiksen og Magnús J. Brynjólfsson. Allir þessir stjórnar- menn höfðu um langt árabil átt sæti í stjórn stofnunarinnar og tveir þeirra, Björgvin Frederiksen og Magnús J. Brynjólfsson, samfellt allt frá árinu 1955. Eins og að líkum lætur, hafa þess- ir menn allir átt drjúgan þátt í því að móta starfsemi og þróun stofnunar- innar á þessu árabili. Allir hafa þeir sýnt áhuga og velvilja í starfi sínu og góð og varanleg kynni tekizt með þeim og starfsmönnum stofnunar- innar. Er margs góðs að minnast frá löngu samstarfi, sem ekki verður rakið hér. Samfundir voru jafnan ánægjulegir, og átti formaðurinn, Björgvin Frederiksen, mikinn þátt í því, hvort heldur var á stjórnar- fundum eða þegar menn komu saman til að gera sér glaðan dag. Einn þessara manna, Harry Frede- riksen, hefur tekið sæti í hinni nýju stjórn Iðnþróunarstofnunarinnar og er þannig með vissum hætti tengi- liður milli fráfarandi stjórnar og þeirrar, sem nú hefur tekið við. Með þessum fáu línum vill fram- kvæmdastjóri og starfslið flytja frá- farandi stjórnarmönnum, hverjum og einum, hugheilar þakkir fyrir góða viðkynningu og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. „ _ 5. Áferð ófuUkomin Ofullkomin áferð felst m. a. í suðuslettum, ójafnri suðu, suðuskurf- um og vanfylltri eða offylltri suðu- rauf. Stundum má rekja þetta til raks suðuvírs, rangs straums, óhreins yfir- horðs og óstöðugs ljósboga, ýmist einstakra atriða eða fleiri saman. Hæfur málmsuðumaður lætur ekki ófullkomna áferð sjást eftir sig. Um rannsókn á suðugöllum Eins og að framan greinir, er hægt að finna leynda galla í málmsuðu með þar til gerðum tækjum. Með há- tíðnibylgjutæki er liægt að finna ó- nóga gegnumbræðslu, sprungur, loftbólur og rótargalla. Með rönt- genmyndatæki er hægt að finna ó- nóga gegnumbræðslu, sprungur, loft- hólur og rótargalla. Með segulmæl- ingatæki (Magniflux) má finna sprungur í járni og stáli, og sprung- ur í kopar eru fundnar með sérstök- um litarefnum, svo og í öðrum málm- um. Rannsóknastofnun iðnaðarins ann- ast bæði þessar rannsóknir og ýms- ar aðrar (hörkumælingar o. fl.) fyr- ir málmiðnaðinn og mun fúslega veita íslenzkum iðnaðarmönnum leið- beiningar og upplýsingar á þessu sviði. Sími Rannsóknastofnunar iðn- aðarins er 8-54-00. StaðlaS stærSarkerfi í byggingariSnaSi Nýlokið er prentun eftirtalinna staðla og eru þeir til sölu hjá skrif- stofunni. ÍST 20 Mátkerfi fyrir bygging- ariðnaðinn ÍST 20.1 Byggingarmát ÍST 20.2 Hönnunarmát ÍST 21 Hæðamál í byggingum ÍST 22 Eldhúsinnréttingar Nefnd skipuð eftirtöldum mönnum hefur unnið að gerð þessara staðla: Geirharður Þorsteinsson arkitekt. Þórður Jasonarson tæknifræðingur Þór Benediktsson verkfræðingur. Geirharður Þorsteinsson vék úr nefndinni vegna anna áður en hún lauk störfum og tók þá Sigurjón Sveinsson arkitekt sæti hans. Nefndin hefur lokið þýðingu bækl- ingsins Mátkerfið ABC, sem nú er í prentun, en þar eru grundvallaratriði mátkerfisins útskýrð. Staðlar þessir eru í samræmi við alþjóðlega staðla um mátkerfi. Þess má e. t. v. einnig geta, að hjá Norðurlandaþjóðunum öllum hefur það nú verið gert að skilyrði fyrir opinberum lánveitingum til fjölbýlis- húsa, að byggingarnar séu hannaðar í samræmi við mátkerfið. Má gera sér vonir um, að svo verði einnig hér, þannig, að með takmörkun stærðar- fjölda á byggingareiningum skapist markaður fyrir fjöldaframleiddar byggingavörur. Fréttatilkynning frá Iðnþróunarstofnun íslands. IÐNAÐARMÁL 123

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.