Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 34

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 34
Annálsbrot um íslenzkan iðnað Ný skipasmíðastöð Naríi h£. heíur verið stoínuð á Akureyri, og er hún að láta reisa smíðaskála á Óseyri við Glerá. Fyrirsvarsmaður félagsins er Hallgrímur Skaptason. (16. 9. 71) Paneloinar hi. í Kópavogskaupstað var stofnað árið 1968. Árið 1970 var framleiðslan 80% meiri en árið 1969. Nýlega hefur fyrirtækið tekið upp samvinnu við belgíska fyrirtækið SOGAZ, sem er dótturfyrirtæki AGA verksmiðjanna. (17. 9. 71) Stjóm Iðnþróunarsjóðs hefur sam- þykkt nýjar lánveitingar til fyrirtækja að upphæð 35 millj. króna og einnig heimild fyrir 50 millj. króna til al- mennra útlána. Síðari heimildin er til viðbótar fyrri heimild að upphæð 70 millj. króna. (18. 9. 71) Á nýafstöðnu Iðnþingi Islands kom fram, að aikö'st skipasmíðaiðnaðarins má tvöfalda án nýrra fjárfestinga, að áliti sérfræðings frá Sameinuðu þjóð- unum. (20. 9. 71) 33. Iðnþingi íslands lauk nýlega. Helztu ályktanir þess fjölluðu um iðn- fræðsluna, sem þingið taldi ófullnægj- andi, og hana þyrfti að endurupp- byggja með meiri hraða en hingað til. Þingið taldi eðlilegast, að iðn- fræðslukerfið yrði ein sjálfstæð fjár- magnseining, er heyri undir mennta- málaráðuneytið og verði stjómað af þriggja manna framkvæmdaráði. (22. 9. 71) Fyrirtaekið Hekluvikur hí. hefur samið við erlendar verksmiðjur um sölu á Hekluvikri. í haust munu 5—6 skips- farmar verða fluttir út. (23. 9. 71) Iðnrekendasamtökin á Norðurlöndun- um fimm hafa stofnað með sér Um- hverfisvemdamefnd iðnrekenda á Norðurlöndum. (27. 9. 71) Raigeymaverksmiðjan Pólar hf. átti 20 ára afmæli 1. október 1971, og hef- ur á þessum tíma framleitt yfir 200.000 rafgeyma af ýmsum stærðum. Miðað við verðlag nú er verðmæti.þessarar framleiðslu um 400 millj. króna, þar af launagreiðslur um 45 millj. Árið 1968 hóf fyrirtækið samvinnu við Chloride-Exide samsteypuna, sem rekur 126 verksmiðjur í 26 löndum. Um 30—40% framleiðslunnar er selt til íslenzka bátaflotans. (1. 10. 71) Iðnverk hí. er nýtt verktakafyrirtæki í Reykjavík, sem annast alhliða bygg- ingarþjónustu. Stofnendur eru 5 verk- taka fyrirtæki, en 6 aðrir aðilar hafa fengið söluaðstöðu hjá því, og er ætl- unin að þeir verði 15. Framkvæmdar- stjóri fyrirtækisins er Páll Skúli Hall- dórsson. (26. 10. 71) Viðskiptasamkomulag til þriggja ára við Ráðstjórnarríkin var undirritað í Moskvu í dag. Gert er ráð fyrir aukn- ingu á útflutningi niðursuðu- og ullar- varnings. (3. 11. 71) íslenzk kápa frá Solido hf. slær í gegn í Bandaríkjunum. Solido hf. í Reykja- vík hóf útflutning á kctpum úr íslenzk- um efnum fyrir 2—3 árum. í ritinu Travel & Leisure var boðið upp á 15 gjafahluti og það sent til 3 millj. manna, sem hafa kreditkort frá Ameri- can Express. Eftir eina viku höfðu borizt pantanir fyrir 16.000 dollara og var það 26% af öllum pöntunum í þessar 15 gjafavörur. (20. 11. 71) Ráðstefna VFI um þróun efnaiðnaðar á íslandi var haldin um helgina á Hótel Loftleiðum. Þrettán erindi voru flutt og ráðstefnuna sóttu um 40 manns. (27. 11. 71) Hagsveiiluvog iðnaðarins sýndi 12% framleiðsluaukningu á 3. ársfjórðungi 1971, miðað við sama ársfjórðung 1970. (1. 12. 71) Utílutningsmiðstöð niðursuðuiðnaðar- ins verður stofnuð fyrir forgöngu ríkisstjómarinnar og skipar iðnaðar- ráðherra henni fimm manna stjórn. Framleiðendur tilnefna tvo þeirra. (1. 12. 71) Framleiðsla ÍSAL hf. verður minnkuð um 10% og mun svo standa allt árið 1972. (5. 12. 71) Þakpappaverksmiðjan var stofnuð 1954 af bræðrunum lóni og Ragnari Bárðarsonum. Verksmiðjan er í Silfur- túni við Hafnarfjarðarveg. Framleiðsl- an er nú um 20.000 rúllur eða um 400 tonn á ári, og er það tæpur helm- ingur ársnotkunar hér á lcmdi. (5. 12. 71) Islandsvikum í Bandaríkjunum er ný- lokið. Að þeim stóðu Útflutningsmið- stöð iðnaðarins, Álafoss hf. og Ice- landic Imports Inc. í New York. Und- irbúningur að markaðsáætlun fyrir ctrið 1972 hófst í október 1971. (22. 12. 71)

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.