Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 22

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 22
málaráðuneytinu, Gunnar J. Friðriks- son, Félagi ísl. iðnrekenda, Harry Frederiksen, Sambandi ísl. samvinnu- félaga og Bragi Hannesson, Lands- sambandi iðnaðarmanna. Á grundvelli tillagna, sem fram komu í þessari álitsgerð, hlutaðist iðnaðarráðherra til um skipun tveggja nefnda til sam- starfs um eflingu tiltekinna útflutn- ingsgreina. Fjallaði önnur um út- flutning neyzluvarnings úr íslenzkum hráefnum eða með íslenzkum sér- kennum, svo sem ullar- og skinna- varnings, leirkera og húsgagna. Hin nefndin fjallaði um útflutning á iðn- varningi, sem sérstaklega væri tengd- ur sjávarútvegi, svo sem vélum og veiðarfærum. Hafa háðar unnið gott starf. Um svipað leyti fól iðnaðarráðu- neytið tilteknum mönnum að kanna möguleika á útflutningi fiskiskipa frá íslenzkum skipasmíðastöðvum. Var í því sambandi útbúinn sérstakur kynn- ingarbæklingur á ensku til dreifingar erlendis. í framhaldi af þessu skipaði ráðuneytið þriggja manna nefnd til að fjalla um málið, og hefur hún síðan unnið að framgangi þessa út- flutnings. í sambandi við útflutningsmögu- leika á framangreindum sviðum hef- ur ráðuneytið haft samráð við Iðn- þróunarstofnun S. Þ., UNIDO, og m. a. leitað eftir aðstoð úr hinum sér- staka iðnaðarþjónustusjóði, sem sú stofnun hefur nýlega komið upp. Þá ber einkum að nefna, að á ár- inu 1968 ákvað Félag ísl. iðnrekenda, með stuðningi ríkisstjórnarinnar, að koma á fót sérstakri útflutningsskrif- stofu innan vébanda félagsins. Var henni einkum ætlað að aðstoða fram- leiðendur hér á landi við útflutning iðnaðarvara og efla aðstöðu þeirra til sameiginlegra átaka á því sviði. Framkvæmdastjóri hennar hefur ver- ið Úlfur Sigurmundsson, hagfræð- ingur. Mikill einhugur hefur ríkt inn- an félagsins um rekstur skrifstofunn- ar, og hefur brautryðjendastarf henn- ar þegar skilað sýnilegum árangri. Af opinberri hálfu fékk skrifstofan á fyrsta ári 150 þús. kr. styrk frá iðn- aðarráðuneytinu af því fé, sem það átti yfir að ráða til fyrirgreiðslu við iðnaðinn, en á árinu 1969 var veitt til hennar 1 millj. kr. á fjárlögum. Sá styrkur var hækkaður í 3 millj. kr. á fjárlögum ársins 1970, og var sú hækkun liður í þeim ráðstöfunum, sem ríkisstj órnin beitti sér fyrir í samráði við fyrirsvarsmenn iðnaðar- ins með tilliti til aðildar fslands að EFTA. Framangreindar ráðstafanir og aðrar af svipuðu tagi, sem einnig mætti telja, hafa fyrst og fremst verið bráðabirgðaaðgerðir, en rutt braut- ina að víðtækara og varanlegra skipu- lagi. Taldi iðnaðarráðuneytið á s. 1. vori, að tímabært væri að hefjast handa um að koma þessum málum í fastara og varanlegra form. Vildi ráðuneytið stuðla að því, að þegar yrðu kannaðir til hlítar möguleikar og hagkvæmni þess að koma á fót fastri stofnun, útflutningsmiðstöð iðnaðarins, sem vinna mundi að efl- ingu útflutningsiðnaðar og markaðs- málum, með aðild þeirra atvinnu- samtaka og stofnana, er hagsmuna ættu að gæta, og með stuðningi hins opinbera, meðan til þyrfti. Af þessu tilefni átti iðnaðarráð- lierra viðræðufund með fyrirsvars- mönnum iðnaðarins og viðskipta- ráðuneytisins hinn 5. marz s.l., og hlaut málið þar góðar undirtektir. í framhaldi af því skipaði ráðherra sérstaka samstarfsnefnd til að kanna framangreind sjónarmið og gera til- lögur um stofnun útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins. í nefndinni hafa átt sæti eftirfarandi aðilar: Bjarni Björnsson, forstjóri, Miklu- braut 38, R. Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Snekkjuvogi 13, R. Harry Frederiksen, framkvæmda- stjóri, Barmahlíð 17, R. Pétur Pétursson, hagfræðingur, Suðurgötu 20, R. Pétur Thorsteinsson, ráðuneytis- stjóri, utanríkisráðuneytinu. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, viðskiptaráðuneytinu. Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri, iðnaðarráðuneytinu. Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri, iðnaðarráðuneytinu. Ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneyt- isins hefur veitt þessu samstarfi for- stöðu. Þeir Jón Arnþórsson, deildar- stjóri hjá SÍS, Tómas Tómasson, skrifstofustj óri í utanríkisráðuneyt- inu, og Ulfur Sigurmundsson, hag- fræðingur, tóku einnig þátt í störfum nefndarinnar, en lögfræðilegur ráðu- nautur hennar hefur verið Hjörtur Torfason, hrl. Nefndin hefur unnið að málinu á liðnu sumri og hausti og hélt hún síðasta fund sinn hinn 2. nóvember. Það er einróma álit nefndarinnar, að stofna beri Útflutningsmiðstöð iðn- 116 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.