Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 28
samskeyti hlutanna vel saman. Við
stúfsuðu báðum megin frá skyldi bak-
suðurauf á bakhlið fyrri suðu höggv-
in, slípuð, mátuð eða fúguð og
hreinsuð að málmi, áður en seinni
suðan er framkvæmd. Það er samt
erfitt að ná fullri gegnumsuðu, þegar
stúfsuða er framkvæmd öðrum meg-
in frá. Við slíkar aðstæður verður að
viðhafa mikla nákvæmni í fyrstu suðu
og sérstaka suðutækni við fram-
kvæmd verksins.
Það er augljóst, að ónóg gegnum-
hræðsla getur verið annaðhvort stað-
hundin eða náð yfir allt verkið og
ýmist leyndur galli eða komið fram á
bakhlið, ef samsuðan er aðeins fram-
kvæmd öðrum megin frá.
Rannsókn á ónógri gegnumbræðslu
er gerð með hátíðnibylgjum og rönt-
genmyndunum.
2. Loftbólur í suðu
Loftbólur í suðu myndast, þegar
gas lokast inni í suðumálminum, þeg-
ar hann storknar (kólnar). Bólurnar
eru venjulega kúlulaga, ýmist stað-
bundnar eða dreifðar um alla suð-
una. Stærð þeirra er breytileg; sumar
svo smáar, að þær sjást ekki við
röntgenmyndun, en aðrar allt að 4
mm í þvermál.
Við suðu á stáli eru mörg atriði,
sem geta valdið loftbólumyndun;
mikill brennisteinn í efninu eða suðu-
rýrnun, raki í húð rafsuðuvírs. Þó
er algengasta ástæðan til loftbólu-
myndunar truflun á ljósboganum af
völdum trekks, og veldur það jrví, að
köfnunarefni sogast inn í suðuna. 0-
jafn ljósbogi getur einnig valdið
gjallmyndun.
Rannsókn á því, hvort loftbólur
eru í suðunni, er gerð með hátíðni-
bylgjum eða röntgenmyndun.
3. Rótargallar
Rótargalli er það kallað, þegar
suðan er laus frá efninu vegna lags
af óbráðnu efni milli efnis og suðu.
Einnig getur það komið fyrir milli
suðuyfirferða.
Rótargallar við stálsuðu koma
vegna gjalls og óhreininda á fletinum
sem sjóða á. Gjallóhreinindin koma
í veg fyrir samruna á suðufleti.
Þess vegna er mikilvægt að ganga
úr skugga um, að samskeytafletir séu
hreinir og gjall hreinsað af milli
suðuyfirferða. Rótargalli getur einn-
ig komið, ef rangur straumstyrkleiki
er notaður.
Rótargallar í léttmálmum mynd-
ast venjulega vegna oxídhúðar, en
með réttri suðuaðferð á hún ekki að
myndast. Sérstaklega skal vakin at-
hygli á að forðast of þröngar suðu-
fúgur, hreinsa vel suðufleti og hafa
suðustrenginn ekki of langan.
Rótargallar í suðu eru fundnir
með röntgenmyndun.
4. Sprungur
Sprungur í soðnum samskeytum
geta ýmist verið í suðunni sjálfri eða
efninu, sem soðið er saman og bæði
samsíða suðunni eða þvert á hana.
Til þessa geta legið ýmsar ástæður.
Algengustu sprungur, sem koma fram
við suðu á stáli og eru það miklar,
að þær má sjá með rannsókn, sem
ekki skemmir efnið, myndast í suðu-
mábninum, meðan hann er heitur og
í seigfljótandi ástandi; einnig sprung-
ur í efninu, sem myndast á hitaða
svæðinu, eftir að samskeytin hafa
kólnað, á mörkum grunnefnis og
suðuefnis.
Sameiginlegur þáttur í þessum
sprungumyndunum er spenna, sem
myndast í efninu og veldur sam-
drætti í og við suðuna. Það, sem hef-
ur mest áhrif við myndun slíkra
sprungna, er storknunarhraði, þar
sem hann ákvarðar innri byggingu
efnisins og dreifingu íblöndunarefna.
Storknunarhraðinn ákvarðast af suðu-
hitanum (ljósboganum) og forhitun
efnisins og kólnunaraðstæðum. For-
hitun efnis er þó aðallega gerð til að
forðast sprungur í efninu kringum
suðuna og til þess að loftbólur mynd-
ist ekki.
Samdráttarsprungur myndast aðal-
lega við kólnun þykkra hluta, ef til
staðar er vetni og spenna, er mynd-
ast við mishitun efnisins. Forhitun
er þess vegna viðhöfð til að stjórna
kólnun efnisins og forðast þar með
ofherzlu þess hluta efnisins, sem hitn-
að hefur, og til þess að losna við
vetni. Réttur suðuhiti er nauðsynleg-
ur.
I álblöndum eru algengustu sprung-
urnar langsum og eru í suðunni.
Þessar sprungur koma annaðhvort af
notkun óhæfs fylliefnis í suðunni eða
rangri framkvæmd á suðunni. Þegar
notað er óhæft fylliefni í suðu á
sterkum hitaverkuðum málmblönd-
um, geta komið fram sprungur við
suðuna eða á svæði i kringum bana.
Rannsókn á sprungum er gerð með
hátíðnibylgjum, sérstökum litarefn-
um og segulmælingum.
122
IÐNAÐARMÁL