Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 5
r------------------>
'Gfpti
Hásetarnir á þjóðarskútunni .. 98
Forustugrein -—■ Iðnþróun —
Aðstoð S. Þ................ 99
Iðngreinar í hnotskurn
íslenzkur vefjar- og fataiðn-
aður .................... 100
íslenzkur málmsmíðaiðnaður 101
Islenzkur sælgætisiðnaður .. 102
Islenzkur húsgagna- og inn-
réttingaiðnaður .......... 103
Íslenzkur skipasmíðaiðnaður 106
Astand fiskniðursuðuiðnaðar 108
Mengun vekur áhuga — ennþá 110
Hönnun —
Kaupstefnan Islenzkur fatn-
aður ..................... 111
Auglýsingastofan hf., 10 ára 113
Einkaleyfi á legubekk...... 114
Nýtt rit frá Stjórnunarfélagi Is-
lands....................... 114
Lög um Utflutningsmiðstöð
iðnaðarins ................. 115
öpplýsingar um Tækniskóla
íslands..................... 118
Málmsuðugallar................ 121
Kveðja til stjórnarmanna IMSÍ 123
Staðlað stærðarkerfi í bygg-
ingaiðnaði ................. 123
Frá vettvangi stjórnunarmála
Að velja starfsfólk ........ 124
„Tæknimenn“ og menntun
þeirra ..................... 126
Nytsamar nýjungar ............ 127
Forsíða: Svipmyndir úr iðnaði.
Ljósm.: Mats Wibe Lund jr.
Baksíða: Finnsk hönnun.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.),
Herdís Björnsdóttir,
Stefán Bjarnason,
Hörður Jónsson,
Jón Bjarklind,
Stefán Snæbjörnsson.
Ráðgjafi um íslenzkt mál:
Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.
Utgefandi:
Iðnþróunarstofnun íslands,
Skipholti 37, Reykjavík,
Sími 81533 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 300,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAH H F.
V______________________________________j
Iðnaðarmál
18. ÁRG. 1971 . 4. HEFTI
Iðnþróun - aðstoð S.Þ.
Árið 1969 leitaði íslenzka ríkisstjórnin eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna
í því skyni að undirbúa iðnþróunaráætlun til langs tíma. Tildrög þessarar
ákvörðunar voru annars vegar veilur þær, sem fram komu í íslenzkum at-
vinnulífi á árunum 1966—68, en hins vegar ákvörðunin um inngöngu í
EFTA. Við áætlanagerðina skyldi miðað við eflingu samkeppnishæfni ein-
stakra fyrirtækja, aukningu atvinnumöguleika í eldri og nýjum fyrirtækjum
til að mæta fjölgun vinnuafls, bættri nýtingu framleiðsluþátta og aukningu
útflutnings á iðnaðarvörum.
Vorið 1971 voru gerðir samningar hér að lútandi milli íslenzku ríkis-
stjórnarinnar annars vegar og Iðnþróunarstofnunar S. Þ. og Viðskiptastofn-
unar S. Þ. hins vegar.
Iðnþróunarstofnun Islands og Utflutningsmiðstöð iðnaðarins munu sjá
um framkvæmdir af Islands hálfu. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst sig sam-
þykka ofangreindum fyrirætlunum. Náið samband hefur verið haft við sam-
tök iðnaðarins og ýmsa fleiri aðila um undirbúning.
Síðustu mánuði hefur verið unnið að undirbúningi framkvæmda. Munu
margir sérfræðingar innlendir og erlendir leggja hönd á plóginn. Aðalstarfið
mun fara fram á tímabilinu febr.—okt. 1972.
Auk þess, sem áður getur um gerð iðnþróunaráætlunar, verður leitazt við
eins og kostur er að leiðbeina einstökum fyrirtækjum um aðgerðir til eflingar
samkeppnishæfni og aukinnar framleiðni og er vali sérfræðinga hagað meðal
annars með það fyrir augum.
Leitazt verður við að ná til allra greina iðnaðar. Af eðlilegum ástæðum
verður það takmörkum háð, hve unnt verður að vinna með mörgum fyrir-
tækjum. Verður lögð áherzla á að ná til sem flestra stærri fyrirtækja og
sömuleiðis fyrirtækja, sem ætla má að eigi fyrir sér hagstæða vaxtar- cg
þróunarmöguleika, m. a. í sambandi við útflutning.
Með gerð iðnþróunaráætlunarinnar til lengri tíma mun einstökum iðn-
fyrirtækjum, samtökum iðnaðarins og stjórnvöldum verða ljósara en áður,
hverjar ráðstafanir þarf að gera á næstu árum til eflingar íslenzkum iðnaði.
Með því að leita aðstoðar S. Þ. með ofangreindum hætti hafa íslenzk stjórn-
völd sýnt áhuga sinn og skilning í verki á því að stuðla að skipulegri upp-
byggingu og eflingu iðnaðar í landinu og er þess vænzt, að um áframhald-
andi aðstoð af hálfu S. Þ. geti orðið að ræða á næstu árum með framkvæmd
þeirra stefnumiða, sem af iðnþróunaráætluninni leiða.
S. B.
IÐNAÐARMÁL
99