Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 21
LÖG um Útflutningsmiðstöð iðnaðarins 1. gr. Stofna skal Utflutningsmiðstöð iðnaðarins til að stuðla að auknum útflutningi íslenzkra iðnaðarvara. Stofnendur eru Félag íslenzkra iðn- rekenda, Landssamband iðnaðar- manna, Samband íslenzkra samvinnu- félaga, viðskiptaráðuneytið og iðn- aðarráðuneytið fyrir hönd íslenzka ríkisins. 2. gr. Heimili og varnarþing Utflutnings- miðstöðvar iðnaðarins er í Reykja- vík. 3. gr. Hlutverk Utflutningsmiðstöðvar iðnaðarins er að efla útflutning ís- lenzkra iðnaðarvara og veita honum fyrirgreiðslu, með því, meðal annars: 1. Að kynna íslenzkan iðnvarning á erlendum vettvangi, með þátttöku í vörusýningum og á annan hátt og veita upplýsingar um útflutn- ingsiðnað á íslandi. 2. Að framkvæma markaðsathuganir erlendis fyrir iðnfyrirtæki á ís- landi og annast upplýsingamiðlun varðandi markaðshorfur og ann- að, sem útflutningssölu varðar. 3. Að leiðbeina iðnfyrirtækjum um útflutning og söluaðgerðir á er- lendum mörkuðum. 4. Að skipuleggja sameiginlega út- flutningsstarfsemi iðnfyrirtækja og greiða fyrir samvinnu þeirra í milli. 5. Að vekja athygli iðnfyrirtækja á útflutningsmöguleikum og veita hvatningu um hagnýtingu á þeim. 6. Að annast milligöngu um sölu á iðnaðarvörum til útlanda og stofn- un viðskiptasambanda varðandi íslenzkar iðnaðarvörur. 4. gr. Utflutningsmiðstöð iðnaðarins skal vera sjálfstæð stofnun, með sjálfstæð- an fjárhag og reikningshald. Stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins skipa sex menn valdir til 4 ára í senn. Skulu tveir þeirra til- nefndir af Félagi ísl. iðnrekenda, en Landssamband iðnaðarmanna, Sam- band ísl. samvinnufélaga, viðskipta- ráðherra og iðnaðarráðherra tilnefna einn mann hver. Jafnmargir vara- menn skulu tilnefndir á sama hátt. Tilnefningar skulu berast iðnaðar- ráðuneytinu, .en iðnaðarráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna eftir tilnefningu Fé- Iags íslenzkra iðnrekenda, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins ræður framkvæmdastjóra og starfsfólk til stofnunarinnar, til á- kveðins tíma. 5. gr. Kostnaður af rekstri Utflutnings- miðstöðvar iðnaðarins skal greiðast fyrst um sinn af árlegri fjárveitingu ríkissjóðs og framlagi annarra stofn- enda. Auk þess skal útflutningsmið- stöðinni heimilt að krefjast þóknun- ar af þeim aðilum, sem hún veitir þjónustu. Utflutningsmiðstöðin er undanþegin opinberum gjöldum og sköttum til ríkissjóðs og sveitarsjóða. 6. gr. Nánari ákvæði um skipulag og starfsemi Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins skulu sett í stofnskrá, sem ráðherra staðfestir. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Samþykkt á Alþingi 18. marz 1971. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta Af hálfu iðnaðarráðuneytisins hef- ur verið unnið að því undanfarin ár að kanna heppilegt fyrirkomulag eins konar útflutningsmiðstöðvar, sem hefði þann tilgang að sameina hlutað- eigandi aðila til fyrirgreiðslu og efl- ingar útflutningi á íslenzkum iðn- varningi. Er frumvarpi þessu ætlað að tryggja stofnun slíkrar miðstöðvar á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem athuganir þessar hafa nú leitt til. Við undirbúning málsins hefur ráðuneytið sérstaklega kynnt sér skip- an mála á þessu sviði í Noregi og Danmörku í sambandi við heimsókn- ir iðnaðarráðherra til starfsbræðra sinna í þessum löndum. Deildarstj óri í iðnaðarráðuneytinu hafði m. a. um tveggja vikna skeið viðdvöl í Osló á vegum norska iðnaðarráðuneytisins. Jafnframt hefur málið verið rætt við ýmsa fyrirsvarsaðila iðnaðarins hér á landi, og stuðzt hefur verið við um- ræður og athuganir í Iðnþróunarráði og á þess vegum. Á framangreindu tímabili hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar á þessu sviði, sem veitt hafa reynslu og leiðbeiningu um það, hvert stefna skuli um alhliða lausn málsins. Má þar nefna til dæmis, að Iðnþróunar- ráð fól sérstakri undirnefnd haustið 1968 að athuga útflutningsmöguleika iðnaðarins, og skilaði sú nefnd áliti í maímánuði 1969. í henni áttu sæti þeir dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, Árni Þ. Árnason, iðnaðar- IÐNAÐARMÁL 115

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.