Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 20
Einkcrleyfi Þorkell Gunnar Guðmundsson húsgagnaarkitekt hefur hannað svefnbekkinn á meðfylgjandi mynd. Bekkurinn er framleiddur af Smíða- stofu Sverris Hallgrímssonar, Trönu- hrauni 5, Hafnarfirði. Bekkurinn var meðal þeirra hluta, sem matsnefnd Iðnþróunarstofnunar íslands um iðn- hönnun gekkst fyrir sýningu á s. 1. sumar. Nýlega hefur Þorkeli verið veitt einkaleyfi í Danmörku á lausn þeirri, er hann notar í sambandi við leng- ingu svefnbekkjarins. Nýtt rit frá Stjórnunarfélagi íslands Helgina 27., 28. og 29. ágúst 1971 voru saman komnir rúmlega 70 manns á ráðstefnu Stjórnunarfélags- ins að Laugarvatni til að ræða mark- mið og umhverfi atvinnurekstrar og samræma viðhorf sín. Nú hefur öllum erindum og hluta umræðna verið safnað saman og gef- ið út í bók. I bókinni eru ávörp og er- indi eftireftirtaldamenn: JakobGísla- son orkumálastj óra, Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarna Einarsson bæjarstjóra, Harald Steinþórsson frkv.stj., Jón H. Bergs formann Vinnuveitendasambands íslands, Björn Jónsson forseta A.S.Í., Guð- mund Magnússon prófessor, Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóra, Bjarna Braga Jónsson forstjóra, Magnús Guðj ónsson frkv.stj., Bj örn Friðfinns- son bæjarstjóra, Eyjólf ísfeld Eyjólfs- son forstj., Bjarna Björnsson forstj., Eðvarð Sigurðsson formann Verka- mannasambands íslands,ÁrsælMagn- ússon fulltrúa og Sigfinn Sigurðsson borgarhagfræðing. Ritið er 131 bls. og kostar kr. 250,00. Það er til sölu á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti 37, sími 82930. 114 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.