Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 10
Uppbygging iSnaðargreinarmnar Fjöldi fyrirtækja og starfsmanna þeirra var 1968 sem hér segir: Fjöldi Fjöldi Vinnu- jyrirtœkja starjsmanna stundafjöldi 245 59% 1 17% 105 26% 2—5 22% 57 14% 6—20 42% 7 2% yfir 20 20% Samkvæmt skýrslu Guðmundar Magnússonar prófessors um „ís- lenzkan iönað innan EFTA“ var fjöldi fyrirtækja 1968 í húsgagna- iðnaðinum 143 og innréttingaiðnað- inum 177, en fjöldi vinnuára í hús- gagnaiðnaði 695 og í innréttinga- iðnaði 645. Velta fyrirtækianna Árið 1968 var heildarvelta hús- gagnaiðnaðarins 695 vinnuár x kr. 700.000 = 490 millj. króna og inn- réttingaiönaðarins 645 vinnuár x kr. 680.000 = 440 millj. króna. Til- svarandi velta pr. starfsmann i Nor- egi er að meöaltali kr. 1.160.000. Af húsgagnasmiðjum, sem sendu inn skýrslu, höfðu 4 veltu 10—50 millj. króna, samtals 100 millj. kr., og 12 höfðu minni veltu en 10 millj. króna, alls um 55 millj. kr. Glugga- og útihuröasmíði skiptist niður á um 10 allstór fyrirtæki og mikinn fjölda smáfyrirtækj a, sem sumpart fullvinna framleiðsluna úr óunnu efni eða kaupa hálfunnið efni og fullvinna það. Eldhúsinnréttingar skiptast niður á mikinn fjölda smáfyrirtækj a og nokkur allstór fyrirtæki, þar af 3 með meira en 100 einingar á ári. Samanlögð framleiðslugeta verk- stæðanna er mörgum sinnum meiri en innanlandsþörfin, og t. d. fyrir- tæki, sem smíða innihurðir, hafa hvert um sig nægan vélakost til þess að fullnægja allri innihurðaþörf landsins. Nýting vélakostsins er því mjög lítil. Byggingar eru almennt nægar. Þó er taliö, að aukið húsnæði fyrir hús- gagnaiðnaðinn sé um 15.000 fer- metrar á næstu árum. FrSmleiðslu- tegundir eru yfirleitt alltof margar og of margar gerðir innan sama vöruflokks. Mörg fyrirtæki hafa hannað eigin gerðir húsgagna. Sumt hefur tekizt vel, annað miður. All- mikið er um eftirlíkingar erlendra húsgagna. Samvinna milli hönnuða og verkstæða virðist stirð, og er or- saka að leita hjá báðum aðilum. Verðmæti húsgagnaframleiðslu lands- ins er um 300 millj. króna. Ef gert er ráð fyrir, að um 10% séu byggð á vinnu hönnuða, þá væri þóknun til þeirra (5%) um 1,5 millj. króna. Ekki er talið lífvænlegt að stunda hönnun á húsgögnum eingöngu á íslandi. Viimslan Brúttó vinnsluverömæti á vinnuár eru í húsgagnasmíði kr. 242.000 og í innréttingasmíði 252.000 krónur. Aðeins eitt fyrirtæki hafði formlega framleiðsluáætlun. Vinnuaflið er illa nýtt og gefur því lélega afkomu og hefur mikil áhrif, þegar laun eru hækkuð án þess að framleiðni auk- ist. Framleiðnin á íslandi nær ekki helmingi af framleiðni í norskum húsgagna- og trésmíðaiðnaði. Or- saka má leita í tollvernd, einangrun og að ekki hefur verið fylgzt með í þróun í stjórnun og framleiöni. Snöggir blettir eru: fj ármálastj órn, skipulag, framleiðsluáætlun, eftirlit með efnis- og vinnslukostnaði, fram- leiðsluval, óhagkvæm vinnuaðstaða (vinnustaður, aðferð, geymsla, flutn- ingar o. fl.), góð regla og eftirlit með nýtingu vinnutímans. 104 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.