Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 24

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 24
Upplýsingar um Tækniskóla íslands Bjarni Krístjánsson skólastjóri Stofnun og hlutverk Tækniskóli Islands var stoínaður með lögum nr. 25 árið 1963 og tók til starfa í október árið 1964. Hlutverk skólans er samkvæmt reglugerð að veita nemendum sínum almenna og tæknilega menntun, er geri þá hæfa til að takast sjálfstætt á hendur tæknileg störf og ábyrgðar- stöður í þágu atvinnuvega þjóðar- innar. Höfuðáherzla skal lögð á að kenna nemendum að beita fræðileg- um lögmálum í raunhæfu starfi, þjálfun til sjálfstæðra tæknifræði- legra vinnubragða og hæfni til að meta tæknivandamál frá hagrænu sjónarmiði. Skólanum er ætlað að veita þá menntun, sem krafizt er til að menn hafi rétt til að kalla sig tæknifræðinga. Störf tæknifræðings Störf tæknifræðings eru margvís- leg. Helzt ber þar að nefna undir- stöðuathuganir, útreikninga, áætlan- ir, hönnun, hagræðingu, uppsetningu véla og verksmiðja, kaup og sölu á iðnvarningi, tæknilega umsjón og stjórnun fyrirtækja. Auk starfa í iðnaði gegna tækni- fræðingar mikilvægum stöðum við útvarp, sjónvarp, síma og hvers kon- ar fjarskipti, vegagerð, virkjanir, hafnargerðir, vatnsveitur, rafveitur, rannsóknastofnanir og kennslu. Lengd námsins Tæknifræðinámið tekur fimm ár og skiptist sem hér segir: Undirbún- ingsdeild (1 ár), raungreinadeild (1 ár), fyrsti, annar og þriðji hluti (1 ár hver). Skólaárið hefst 1. okt. ár hvert og stendur í 9 mánuði. Almennt nóm og sérgreinir Fyrstu tvö árin stunda nemendur almennt nám í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, íslenzku, dönsku, ensku, þýzku og menningarsögu. Að loknu því námi er ætlazt til, að nemendur liafi aflað sér menntunar í raungrein- um (stærðfræði, eðlis- og efnafræði), er stenzt í þeim greinum samanburð við stúdentspróf úr stærðfræðideild menntaskóla. Þá hefst hið eiginlega tæknifræðinám í fyrsta hluta, og velja nemendur einhverja af eftirtöldum sérgreinum, sem kenndar eru við skólann: Byggingatæknifræði, raf- tæknifræði, rekstrartæknifræði, skipa- tæknifræði eða véltæknifræði. Nám í öðrum og þriðja hluta (2 ár) verða nemendur enn sem komið er að sækja erlendis nema í hygg- ingatæknifræði. Próf úr fyrsta hluta Tækniskóla Islands er viðurkennt í Danmörku og Noregi. Unnið er að því að afla viðurkenningar víðar. Próf og einkunnir Próf í Tækniskóla íslands eru haldin í janúar og júní ár hvert. Ein- kunnir eru gefnar í heilum tölum frá 0—10. Til þess að standast vorpróf, má engin einkunn í raungreinum vera lægri en 3, meðaltal í raungreinum ekki lægra en 6,0 (á janúarprófi 5,0) og meðaltal allra einkunna ekki lægra en 6,0 (á janúarprófi 5,0). Þeir, sem óska að setjast í Tækni- skóla íslands, þurfa að hafa hlotið verklega þjálfun og bóklega mennt- un sem hér segir: I. Verkleg þjálfun: a) Sveinspróf eða b) próf frá viðurkenndum verk- skóla eða c) a. m. k. 24 mánaða þjálfun við tækni-, iðnaðar- og verksmiðju- störf á viðurkenndum vinnu- stað. Umsækjandi skal á virkan hátt hafa kynnzt þeirri atvinnugrein, sem svarar til þeirrar sérgreinar, er hann hyggst leggj a stund á. Þjálfunin skal í hverju tilviki spanna alla höfuðþætti viðkomandi atvinnugreinar og veita haldgóða þekkingu á venjulegum vinnubrögð- um. í Danmörku eru starfsreynslukröf- ur fyrir íslendinga fullkomið iðn- nám, en í Noregi eru kröfur um starfstíma svipaðar og hérlendis. II. Bókleg menntun: Rétt til setu í undirbúningsdeíld hafa þeir, sem hafa staðizt: a) Lokapróf frá iðnskóla eða b) gagnfræðapróf eða c) landspróf miðskóla eða d) annað próf, sem a. m. k. jafn- gildir einhverju af a-c. Athygli skal vakin á, að þegar í undirbúningsdeild eru margar kennslubækur á dönsku og ensku, enda gerir skólinn ráð fyrir, að ný- nemar séu læsir á þau tungumál. Rétt til setu í raungreinadeild og fyrsta hluta hafa þeir, sem staðizt hafa lokapróf næstu deildar á undan eða hliðstætt próf. Máladeildarstúd- ent er tækur í raungreinadeild og stærðfræðideildarstúdent í fyrsta hluta, enda hafi þeir hlotið tilskilda verklega þjálfun. 118 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.