Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 27
Málmsuðugallar
Gunnar Brynjólfsson rafsuðusérfræöíngur
Gunnar Brynjólfsson er fæddur í Reykja-
vík árið 1916. Hann lauk járniðnaðarprófi
frá Iðnskólanum í Rvík 1936. Gunnar hef-
ur lagt stund á sérnám í málmsuðu í Sví-
þjóð, Englandi, Bandaríkjunum og víðar.
Hann hefur verið starfandi sérfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins í málm-
suðu síðan 1967.
Þess er getið í sögum, að unninn
hafi verið rauði hér á landi til að fá
járn í ljái og önnur verkfæri.
Járnsmíði er því líklega elzti iðn-
aður á Islandi, og eftir að rauða-
vinnsla hætti hér á landi, voru m. a.
smíðaðar skeifur og fleira úr inn-
fluttu járni, og er svo enn. Á undan-
förnum öldum hefur ennfremur eitt-
hvað verið fengizt við silfursmíði, og
er þá flest upptalið í málmiðnaði,
unz kemur fram á 20. öld.
Á síðustu áratugum hefur málm-
iðnaður hins vegar þróazt upp í það
að vera ein aðalatvinnugreinin hér
á landi, og hundruð vandvirkra iðn-
aðarmanna framkvæma alls kyns
verk, sem eru sambærileg því bezta,
er þekkist erlendis.
í málmiðnaði er málmsuða einn af
mikilvægustu þáttum, og fjallar
grein þessi um þá galla, sem geta
komið fram á málmsuðu, sumir
leyndir, en aðrir ljósir, eins og greint
verður frá. Grein þessi er skrifuð
til þess að minna málmiðnaðarmenn
á að viðhalda og bæta þann gæða-
staðal, sem nauðsynlegur er í allri
málmsuðuvinnu.
Málmsuðugallar eru flokkaðir í
fimm eftirfarandi tegundir, og skipt-
ir ekki máli, hver málmurinn er:
1. Onóg gegnumbræðsla.
2. Loftbólur í suðu.
3. Rótargallar.
4. Sprungur.
5. Áferð ófullkomin.
Fyrstu fjórir suðugallarnir hafa
það sameiginlegt, að þeir eru í og
undir suðunni, þótt þeir geti líka
komið fram á yfirborði suðunnar. Ó-
fullkomin áferð er hins vegar sýnileg,
og er það ójöfn suða, ýmist offyllt
eða vanfyllt.
Það hlýtur alltaf að verða mark-
mið í framleiðslu málmbygginga og
málmhluta, að málmsuðan sé galla-
laus. Þó er það ekki alltaf nauðsyn-
legt, að málmsuðan í hyggingunni sé
gallalaus, til þess að byggingin stand-
ist þær kröfur, sem gerðar eru til
hennar og hún gegni því hlutverki,
sem henni er ætlað. Gæðakröfur
hljóta að byggjast á því, hvers eðlis
byggingin er, mikilvægi hennar og
hvað hún á að þola. Svo að ítrustu
dæmi séu nefnd, þá er það t. d. ólíkt
mikilvægara að rafsuða á brúarbita
sé gallalaus en rafsuða á ruslakörfu.
Það er þess vegna aðeins hægt að
tala um galla á málmsuðu, ef hún
kemur í veg fyrir, að byggingin þjóni
því starfi, sem hún á að gegna. Það
er því vandamál að ákveða, hve mikla
suðugalla má leyfa við fyrirfram
gefnar aðstæður.
Það hefur stundum verið sagt, að
lausn þessa vandamáls sé að grund-
valla dóminn á reynslu um gæði
málmsuðu, sem tíminn hefur leitt í
Ij ós, að staðizt hefur kröfur þær, sem
til málmsuðunnar voru gerðar.
Gefnir hafa verið út staðlar,
byggðir á reynslu, fyrir gæðamat á
málmsuðu á mismunandi verkum.
Skiptist flokkunin frá 1 upp í 5, og
er þá farið eftir suðugöllum. Er sú
flokkun alþjóðleg og er farið eftir
röntgenmyndum á suðunni (Collec-
tion of Reference Radiographs of
Welds, International Institute of
Welding).
Þrátt fyrir það, að bygging með
þekkta málmsuðugalla hefur staðizt
útreiknað álag, má það ekki verða
leiðarljós í gæðamati á málmsuðu.
1. Onóg gegnumbræSsIa
Önóg gegnumbræðsla heitir það,
þegar suðan nær ekki að rótum sam-
skeytanna við stúfsuðu, svo að þykkt
suðunnar sjálfrar er minni en þykkt
stykkjanna, sem sjóða á saman. Ónóg
gegnumbræðsla er ekki alltaf álitin
galli, vegna þess að stundum er sam-
setning höfð slík, að yfirlögðu ráði,
eins og t. d. suða á stútum á þrýsti-
kúta. Ónóg gegnumbræðsla er því að-
eins galli, að hún komi fyrir á sam-
suðum hluta, sem ætlað er að hafa
fulla gegnumbræðslu.
Til þess að tryggja fulla gegnum-
bræðslu er mikilvægt, að suðuskil-
yrði séu í lagi, brúnir vandlega bún-
ar undir suðuna og að við mátun falli
IÐNAÐARMÁL
121