Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 6

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 6
á Íslandi. Þeir hafa ekki verið áhugasamir. Fyrir 37 árum kom þó Ísal til landsins og þótti mikill aufúsugestur. En fyrir um tíu árum komum við Íslendingar með óvænta leikfléttu, við náðum erlendu fyrirtækjunum inn bakdyra- megin; hófum útrás, keyptum þau og kipptum þeim inn í íslenska hagkerfið. EN MUNUM VIÐ núna missa stóru íslensku flagg- skipin út? Ég spái því að þau Rannveig Rist og Björgólfur Thor hafi verið fyrst á mælendaskrá í vaxandi umræðu um það hvort stærstu fyrirtæki landsins sjái hag sínum betur borgið í útlöndum. Er ekki líklegt að fleiri bankar komi auga á 12,5% tekjuskattinn, sem Björgólfur Thor nefnir? Og hvað með umræðuna um að stærstu fyrirtæki landsins, sem leitt hafa útrásina, séu ekki svo íslensk lengur? Þau eru vissulega stærstu íslensku fyrirtækin – en eru þau stærstu fyrirtækin á Íslandi? Obbinn af tekjum, fjárfestingum, við- skiptavinum og starfsmönnum þeirra er erlendis. Þau eru íslensk; en þó fyrst og fremst alþjóðleg. ÞEGAR PAUL NYRUP RASMUSSEN, þáverandi forsætisráðherra Dana, kom hingað til lands árið 2000 eftir atkvæðagreiðslu Dana um evruna, sagði hann að það væri miklu auðveldara fyrir fjármagnið að flytjast á milli landa en fólk. Þetta merkir að þau fyrirtæki, sem vilja ólm taka upp evruna sem gjaldmiðil, eiga auðvelt með að flytja aðalstöðvar sínar yfir á evrusvæði. Ef evran kemur ekki til þeirra þá fara þau til evrunnar. Ég segi ekki að þau flytji aðalstöðvar sínar með einu pennastriki – en svona næstum því. Það sama á við um skattana. Ef lágir skattar koma ekki til þeirra þá fara þau til lágu skattanna. Það er auðvelt fyrir þau að pakka saman – þótt römm sé vænt- anlega taugin og hér séu ræturnar. ÞESS VEGNA MUN sú umræða verða hávær á næst- unni að stjórnvöld ættu að lækka frekar prósentuna á tekjuskatt fyrirtækja, t.d. niður í 10%, og slá þannig tvær flugur í einu höggi; halda fyrirtækjunum heima og auka skatttekjur ríkissjóðs af þeim í leiðinni. Reynslan er góð í þessum efnum. Eftir að tekjuskattsprósenta fyrirtækja var lækkuð á Íslandi úr 30% niður í 18% árið 2003 leystust öfl úr læðingi og tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa næstum því fjórfaldast í kjölfarið. ÞAÐ ER ENGIN ástæða til að liggja kylliflatur, smjaðra og þora hvorki að hreyfa legg né lið þó að stærstu íslensku fyrirtækin ámálgi að fara, finnist þeim þrengt að sér – en, eins og Paul Nyrup sagði, málið er bara að þau eiga mjög auðvelt með að flytjast í burtu. Jón G. Hauksson FORRÁÐAMENN TVEGGJA stórfyrirtækja hafa að undanförnu viðrað þá skoðun að fyrirtæki þeirra kynnu að flytjast af landi brott – ef þrengdist að starfsumhverfi þeirra hér. Rannveig Rist, forstjóri Alcans í Straumsvík, hefur sagt að ef Hafnfirðingar hafni stækkun álversins yrði það upphafið að endinum hjá álverinu. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, sagði á aðalfundi bankans, að bankinn sæi sig knúinn til að kanna möguleika á því að flytja höfuðstöðvar sínar til annars lands vegna nýlegrar reglugerðar fjármálaráðherra. Hann bætti því við að bæði Bretland og Írland kæmu til greina, en þar væru í boði 12,5% tekjuskattur fyrir- tækja til 10 ára að lágmarki og að auki fengist þar meira traust á starfsumhverfi bankans. Á Íslandi er 18% tekjuskattur fyrirtækja. ÞAU RANNVEIG og Björgólfur Thor hafa ekki farið fram með neinum flumbru- gangi og þau hafa bæði rökstutt sitt mál ítarlega. Engu að síður hafa orð þeirra fallið í grýttan jarðveg og mörgum finnst sem þau hafi verið með hótanir og að skilaboð þeirra verði vart skilin öðru vísi en svo, að fái þau ekki sínu framgengt þá bara fari þau. Að vísu sagði Björgólfur Thor við Morgunblaðið eftir aðalfundinn að það væri ólíklegt að bankinn flytti úr landi. Hann bætti við: „En mér er skylt að segja hluthöfum frá því að það sé verið að skoða þetta sem eitt af þeim úrræðum sem við höfum – ef það tekur að þrengja að starfsumhverfi okkar hér.“ ÞEGAR RÍKISÚTVARPIÐ BAR yfirlýsingu Björg- ólfs Thors undir Árna Mathiesen fjármálaráðherra svaraði hann um hæl: „Björgólfur ræður því hvar hann hefur sín fyrirtæki skrásett.“ Árni sagði þetta ekki í neinum skætingi, en samt fóru orð hans í taugarnar á mörgum sem fannst hann tala sem kokhraustur stjórnmálamaður sem léti nú ekki einhverja peningamenn vaða yfir sig – á meðan fannst öðrum þetta með því besta sem út úr honum hefði komið. Árni sagði ennfremur við RÚV að þessi ríkisstjórn hefði stuðlað að stórauknu frelsi hjá bönkunum og væri ekki að snúa þar við blaðinu. En í ræðu sinni hafði Björg- ólfur Thor rætt um að Ísland hefði verið góður staður til að byggja upp öflugan fjárfestingabanka og undraðist skyndileg sinnaskipti hjá stjórnvöldum á Íslandi. ÞETTA ER AUÐVITAÐ mjög athyglisverð umræða. Og sannið þið til; hún er rétt að byrja. Við, Íslendingar, höfum í áratugi legið í útlendingum að koma og fjárfesta STÓRFYRIRTÆKI AÐ ÓKYRRAST: Við bara förum! RITSTJÓRNARGREIN 6 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Ég spái því að þau Rannveig Rist og Björgólfur Thor hafi verið fyrst á mælendaskrá í vaxandi umræðu um brottflutning fyrirtækja. SAGÐI BANK ANUM SÍNUM UPP! Ætlar að reyn a við Sparisjóðinn F í t o n / S Í A Var orð inn hundle iður Við lögum okkur að þínum þörfum Það er grundvallaratriði að þú sért í góðu sambandi við það fjármálafyrirtæki sem þú skiptir við. Hjá Sparisjóðnum leggjum við mikinn metnað í að veita góða og persónulega þjónustu með hagsmuni og þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Traust og gott samband er farsælt fyrir báða aðila. www.spar.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.