Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 9
100 ára afmæli Sparisjóðurinn í Keflavík er með um 60% markaðs-
hlutdeild í bankaviðskiptum á Suðurnesjum ef miðað er við innlán.
„Viðskiptin ná út fyrir Suðurnesin og þó að starfsstöðvar séu aðeins
á Suðurnesjum og í Ólafsvík þá halda Suðurnesjamenn, sem flust
hafa af svæðinu, tryggð við okkur og halda viðskiptum áfram. Við
erum smátt og smátt að sjá landamærin hverfa og 10% af viðskipta-
mannahópi okkar er annars staðar en á Suðurnesjum.“
Geirmundur tekur fram að mikil aukning hafi einnig orðið hjá
sparsjóðnum í verðbréfamiðlun og eignastýringu. „Við rekum Við-
skiptastofu þar sem slík starfsemi fer fram og er hún að verða stór
þáttur í rekstri sparisjóðsins og hefur styrkt okkur mikið og gefur
okkur gott tækifæri til að þjóna betur okkar stærstu kúnnum, ein-
staklingum og fyrirtækjum.“
Árið í ár er merkilegt í sögu Sparisjóðsins í Keflavík þar sem 7.
nóvember verða 100 ár liðin frá stofnun hans og verður þess minnst
með viðeigandi hætti. Segir Geirmundur að árið í ár muni markast
af mikill fjölbreytni og enn meiri vexti: „Það er mikil áskorun fyrir
okkur að takast á við þau mörgu verkefni sem bíða okkar auk þess að
vera vakandi fyrir nýjum tækifærum.“
MIKILL VÖXTUR
OG STERK STAÐA
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík.
Um áramótin varð
sú breyting að
Sparisjóður Ólafsvíkur
rann saman við
Sparisjóðinn í Keflavík
og verður framvegis
undir hans nafni.
Sparisjóðurinn í Keflavík:
Tjarnargötu 12-14 • Keflavík
Sími: 421 6600 • Heimasíða: www.spkef.is
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2006 nam 5.616,9 milljónum króna fyrir skatta,
samanborið við 1.392,6 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4.687,1 milljón króna,
samanborið við 1.150,2 milljónir árið áður. Arðsemi eigin fjár var 124,5%.
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 9