Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 13
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 13
FRÉTTIR
Sýningin Tækni og vit 2007
var haldin í Fífunni í Kópavogi
8.-11. mars. Þar var kynnt allt
það helsta sem er að gerast í
íslenskum tækni- og þekkingar-
iðnaði, en sýnendur voru yfir
100 talsins. Mikil fjölbreytni
einkenndi sýninguna en þar
mátti m.a. sjá fyrirtæki úr tölvu-
geiranum, bæði hugbúnaðar-,
vélbúnaðar- og netfyrirtæki,
auk fjarskiptafyrirtækja, orku-
fyrirtækja, sveitarfélaga, opin-
berra stofnana og ráðuneyta,
skóla, fjármálafyrirtækja og
fjölmiðla. Um 15.000 manns
heimsóttu sýninguna og kusu
gestir rafræn skilríki athyglis-
verðustu vöruna á Tækni og
viti 2007. Það voru fyrirtækin
Auðkenni og Landsbankinn
auk fjármálaráðuneytis sem
kynntu rafrænu skilríkin og
gátu áhugasamir gestir fengið
útgefin rafræn skilríki á
staðnum.
Margt athyglisvert var á boðstólum
fyrir sýningargesti og gátu þeir m.a.
prófað formúluherma sem ökuþórar
Formúlu 1 nota til æfinga.
15.000 gestir á tæknisýningu
STÓRSÝNINGIN TÆKNI OG VIT 2007:
Geir H. Haarde for-
sætisráðherra klippti á
borða og setti Tækni
og vit 2007 þar með
formlega. Um 1.000
gestir voru við opnun
sýningarinnar.
Margit Elva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækni og vits 2007,
sagði við opnunina að Fífan hefði verið eitt gróskumesta fram-
kvæmda- og hugmyndasvæði landsins á meðan á uppsetningu
sýningarinnar stóð.