Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 15
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 15
FRÉTTIR
Christian Ketels frá Institute of
Strategy and Competitivness,
Harvard Business School, var
aðalfyrirlesari á athyglisverðri
ráðstefnu sem haldin var hér á
landi 16. febrúar sl. og nefndist
Rætur samkeppnishæfninnar
eða Roots of Competitivness.
Dr. Ketels fjallaði um lyklana
að samkeppnishæfni fyrirtækja
og sérstaklega hvaða þýðingu
aðstæður og umhverfi þeirra
hafa fyrir samkeppnishæfnina.
Hann ræddi einnig um mikil-
vægi klasa í athafnalífinu og
reynsluna sem er fyrirliggjandi
af slíku samstarfi. Kjarni máls-
ins er að samstarf fyrirtækja
og stofnana, sem skilgreina má
sem klasa, bætir samkeppnis-
hæfnina og skerpir fyrirtækin í
þeirri samkeppni sem þau búa
við og ýtir undir efnahagslegar
framfarir í landinu.
Ráðstefnan var haldin í fram-
haldi af heimsókn Michaels E.
Porters til Íslands sl. haust og
sem fyrsta skrefið í samstarfi
Háskóla Íslands og stofnunar
Porters. Að ráðstefnunni stóðu
MBA-námið í Háskóla Íslands
og Félag viðskiptafræðinga
MBA frá HÍ (sjá www.mbahi.
is). Ráðstefnuna sóttu á annað
hundrað manns.
Aðrir fyrirlesarar voru
Sigurjón Þ. Árnason, banka-
stjóri Landsbankans, Jónas
Tryggvason, framkvæmdastjóri
hjá Actavis, Hilmar Bragi
Janusson, framkvæmdastjóri
hjá Össuri, og Erlendur
Hjaltason, forstjóri Exista.
Kristín Ingólfsdóttir rektor setti
ráðstefnuna. Ráðstefnustjórar
voru Runólfur Smári
Steinþórsson prófessor og
Hákon Gunnarsson ráðgjafi hjá
Capacent. Framkvæmdastjóri
ráðstefnunnar var Rósbjörg
Jónsdóttir viðskiptafræðingur
MBA hjá Hótel Holti.
Ísland og samkeppnishæfnin
HÍ OG STOFNUN PORTERS:
Dr. Christian
Ketels frá Institute
of Strategy and
Competitiveness,
Harvard Business
School.
Ráðstefnan var
fyrsta skrefið í
samstarfi Háskóla
Íslands og stofn-
unar Michaels E.
Porters.