Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 16
FRÉTTIR
16 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Þeir, sem eiga leið um Boston,
ættu að gefa sér tíma og taka
leigubíl upp að aðalbyggingu
Harvardháskóla sem er við sam-
nefnt torg; Harvard-torg. Eftir að
hafa spásserað þar um er hægt
að bregða sér á fína og notalega
veitingastaði þar í grenndinni.
Harvard er að vísu ekki
í Boston heldur í sam-
liggjandi bæ, Cambridge í
Massachusetts. Þar er annar
þekktur háskóli, MIT. Báðir skól-
arnir breiða duglega úr sér í
Cambridge og eiga byggingar úti
um allt í bænum. Harvard og
MIT eru Cambridge!
Harvard er elsti háskóli
Bandaríkjanna, stofnaður 1636
sem prestaskóli. Hann er
einkaháskóli, á miklar eignir og
hann er umsvifamikið fyrirtæki.
Harvard er talinn einn virtasti
skóli í heimi og próf þaðan gefur
mikla möguleika á að kom-
ast a.m.k. í gott atvinnuviðtal.
Systurskóli Harvard er Radcliff-
háskóli.
Annars eru Boston og
Cambridge miklir háskólabæir.
Í Harvard, MIT og Boston
University eru um 35 þúsund
nemendur í hverjum skóla
þannig að í kringum þessa skóla
er háskólasamfélag með yfir
105 þúsund nemendur. Fleiri
þekktir háskólar eru í Boston,
þeirra þekktastir eru Suffolk,
Emerson og Tufts.
Þetta er Harvardháskóli
Þetta er aðalbygging Harvard, elsta og virtasta háskóla Bandaríkjanna. Hún er við Harvard-torg.
Harvard breiðir duglega úr sér og á byggingar úti um allt.
Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki
BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is
MYNDIR: HELGA BRYNLEIFSDÓTTIR