Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 18
FRÉTTIR
18 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Listir og ímynd þjóðar var yfir-
skrift ársfundar Útflutningsráðs
sem haldinn var 7. mars sl.
Fundurinn var mjög vel sóttur.
Þau Jón Karl Ólafsson, for-
stjóri Icelandair, Svanhildur
Konráðsdóttir, sviðsstjóri
Menningar- og ferðamálastofu
Reykjavíkur, og Ólafur Elíasson
myndlistamaður fluttu erindi.
Valur Valsson, formaður
stjórnar Útflutningsráðs, sagði
í upphafi fundar að lexían
sem Íslendingar hefðu lært af
neikvæðri umfjöllun erlendra
fjölmiðla á síðasta ári væri sú
að almenn þekking á íslenskum
málefnum væri lítil.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri
Icelandair, ræddi um mikilvægi
þess að fá ferðamenn til lands-
ins allan ársins hring og að
viðburðir eins og Food and Fun
og Iceland Airwaves væru gott
dæmi um verkefni utan hins
hefðbundna ferðamannatíma.
Svanhildur Konráðsdóttir,
sviðsstjóri Menningar- og ferða-
málastofu Reykjavíkur, sagði frá
því stóra verkefni sem hér var
unnið í tengslum við Reykjavík
Menningarborg árið 2000.
„Menning felur í sér kröfu um að
við vöndum verk okkar.“
Ólafur Elíasson ræddi m.a.
um muninn á því að markaðs-
setja vöru eða að koma ímynd
á framfæri. Hann sagði að það
væri ekki góðs viti að auglýsa
með því að segja fólki að koma
og sjá fallegan foss eða norður-
ljósin. Þannig væri talað niður til
fólks. Upplifun hvers og eins sé
aðalatriðið.
Ólafur Elíasson
myndlistarmaður:
Ekki segja fólki að
koma og sjá
fallegan foss eða
norðurljósin.
Listir og ímynd þjóðar
ÁRSFUNDUR ÚTFLUTNINGSRÁÐS:
Valur Valsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs: Þekking á
íslenskum málefnum er lítil.
Svanhildur Konráðsdóttir, Menningar- og ferðamálastofu
Reykjavíkur: Menningarborgin Reykjavík.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair: Viðburðir utan hefðbundins
ferðamannatíma eru nauðsynlegir.
Míla ehf. | Stórhöf›a 22-30 | Sími 585-6000 | www.mila.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
6
3
9
2
Míla ehf. er n‡tt fyrirtæki í eigu Skipta hf. sem stofna› var um rekstur fjarskiptanets Símans.
Undir merkjum Mílu er starfræktur fjarskiptafljó›vegur sem samanstendur af fullkomnu
kopar-, ljóslei›ara- og örbylgjukerfi sem nær um allt land. Míla veitir fyrirtækjum me›
fjarskiptaleyfi fljónustu sína.
Míla leggur grunn a› flestum háhra›a fjarskiptum á Íslandi og er framtí›ars‡n fyrirtækisins
a› vera mikilsmetinn vi›skiptafélagi á fleim vettvangi. Fjarskiptafljó›vegur Mílu er bur›arlag
fyrir talsíma, GSM síma, háhra›a gagnaflutninga, sjónvarp og útvarp. Míla sérhæfir sig
jafnframt í rekstri og rá›gjöf vegna fjarskipta, a›stö›uleigu og fljónustu vi› dreifikerfi.
NÚ ER fiA‹ MÍLA SEM LEGGUR LÍNURNAR