Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
... TIL TINNU GUNNLAUGSDÓTTUR ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA.
Hvernig hefur aðsóknin verið að Þjóðleikhúsinu í
vetur og hvaða stykki hefur verið vinsælast?
SVAR:
Englarnir vinsælastir
Heildargestafjöldi er kominn yfir 15 þúsund. Sitji guðs englar
hefur verið vinsælasta sýningin það sem af er þessu leikári.
Heildargestafjöldi á þá sýningu er kominn yfir 15 þúsund, en sýningar
eru orðnar 40. Eins hefur Patrekur 1,5 verið sýndur yfir 40 sinnum,
en í minna rými. Pétur Gautur er kominn í yfir 80 sýningar, en þar af
eru um 40 á þessu leikári. Nú er LEG farið af stað og sala í fullum
gangi. Í Þjóðleikhúsinu er boðið upp á hágæða list þar sem ögrandi
og áhættusöm nýsköpun er sett í öndvegi, samhliða leitinni að snerti-
fleti við það samfélag sem við búum í. Þar er boðið upp á veislu fyrir
skilningarvitin, samhliða djúphugsaðri speki og skáldskap. Þar er
einnig boðið upp á notalega kvöldstund fyrir alla þá sem vilja njóta
þess að sjá frábæra listamenn fara á kostum og hlæja og skemmta
sér um leið. Það er allt að gerast í Þjóðleikhúsinu!
NYHERJI_EIGNK_205x276 9.2.2007 9:56 Page 1
Composite
C M Y CM MY CY CMY K
... TIL SKÚLA EGGERTS ÞÓRÐARSONAR
RÍKISSKATTSTJÓRA.
Hve margir útlendingar vinna á Íslandi
og telja hér fram til skatts?
SVAR:
Nær 16.000 útlendingar
telja hér fram til skatts
Á árinu 2006 og það sem af er þessu ári hafa 6.930
erlendir launamenn hafið störf hér á landi. Flestir eru af
pólsku þjóðerni, eða um 3.300. Í janúar síðastliðnum voru
á staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra alls 15.942 launamenn
með erlent ríkisfang. Alls 12.827 úr þessum hópi voru í
Þjóðskrá, en 3.115 í svonefndri utangarðsskrá íslenskra
yfirvalda. Launatekjur til þessa fólks í janúar námu nær 3,9
milljörðum króna. Þetta er hins vegar nokkur fækkun milli
mánaða, erlendir launamenn hér á landi í desember sl. voru
alls 17.374 og höfðu í laun nærri 4,9 milljarða króna.
TÖLVUPÓSTURINN ...
Tímaritið
sem talað
er um