Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 46
KYNNING46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Háskólinn á Bifröst býður upp á nám í alþjóðaviðskiptum (Inter-national Business) og alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum (International Banking and Finance).
Með náminu er reynt að nálgast þarfir fyrirtækja sem starfa hér á
landi og erlendis og horfa fram á frekari sókn á núverandi og nýjum
mörkuðum í Evrópu, Ameríku, Asíu eða Afríku. Reynir Kristinsson,
forseti viðskiptadeildar, fræðir okkur nánar um námið sem hefst í
sumar.
Samstarf við Copenhagen Business School, University of Edin-
burgh og Stony Brook State University í New York „Í dag þurfa
fyrirtæki víðsýna, vel menntaða stjórnendur og starfsmenn með góða
menntun í fjármálum, stjórnun og markaðsmálum, stjórnendur sem
hafa getu til þess að meta og þróa viðskiptatækifæri á núverandi og
nýjum starfssviðum. Námið í alþjóðlegum viðskiptum á Bifröst er
fyrir þá sem vilja hasla sér völl í slíkum fyrirtækjum. Með samstarfi
kennara og stjórnenda Háskólans á Bifröst, Copenhagen Business
School, University of Edinburgh og Stony Brook State University í
New York hefur verið sett saman nám sem fellur vel að þörfum mark-
aðarins og verður þróað áfram í samstarfi þessara aðila.“
Vandað nám fyrir metnaðarfulla einstaklinga í alþjóðlegu við-
skiptaumhverfi Reynir segir íslensk fyrirtæki leitast við að þróast
í alþjóðaumhverfinu, vaxa þar og ná árangri og er það markmið
viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst að mæta kröfum atvinnulífsins
í samstarfi við bestu háskóla sem völ er á: „Góðir starfsmenn fyrir-
tækja skynja vel þá auknu kröfu atvinnulífsins að þekkja, greina og
skilja þau viðskiptatækifæri sem í vaxandi mæli eru á alþjóðlegum
Reynir Kristinsson
segir námið skipulagt
þannig að með vinnu-
semi og góðu skipu-
lagi sé hægt að stunda
meistaranám í alþjóð-
legum viðskiptum
samhliða vinnu.
Reynir Kristinsson, forseti
viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst:
Í snertingu við
alþjóðlegt umhverfi
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST:
Meistaranám í alþjóðlegri banka-
starfsemi, fjármálum og viðskiptum
vettvangi. Til að skerpa þessa hæfni er námið blanda hagnýtra verk-
efna og góðs bóklegs grunns sem gefur nemandanum djúpan skiln-
ing á öllum sviðum alþjóðlegra viðskipta og er skipulagt þannig að
duglegir einstaklingar geta með vinnusemi og góðu skipulagi stundað
meistaranám í alþjóðlegum viðskiptum samhliða vinnu.“
Sá sem hefur nám í alþjóða viðskiptum þarf að nýta tvö sumur
frá miðjum júlí fram í síðari hluta ágúst á Bifröst og eitt haust og
vetur í fjarkennslu og er þá hægt að ljúka bóklega hluta náms-
ins á um 14 mánuðum. Í framhaldi af því skrifa nemendur síðan
meistararitgerð sína og geta útskrifast í byrjun komandi árs. „Með
einstökum fjarnámsbúnaði geta nemendur stundað nám sitt hvar
og hvenær sem er, m.a. á ferðum sínum innanlands og erlendis.
Einnig geta þeir sem starfa hjá fyrirtækjum sínum erlendis stundað
þetta nám samhliða vinnu sinni því að veraldarvefurinn setur okkur
engin takmörk.
Með námi sínu í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst
komast nemendur í snertingu við hið alþjóðlega umhverfi og með
því að fá tækifæri til að búa á Bifröst í einstöku umhverfi hluta úr
tveim sumrum tengjast nemendur sterkum böndum sem munu
nýtast þeim vel í viðskiptalífinu og skapa þeim tengsl um allan
heim.“