Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 46

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 46
KYNNING46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Háskólinn á Bifröst býður upp á nám í alþjóðaviðskiptum (Inter-national Business) og alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum (International Banking and Finance). Með náminu er reynt að nálgast þarfir fyrirtækja sem starfa hér á landi og erlendis og horfa fram á frekari sókn á núverandi og nýjum mörkuðum í Evrópu, Ameríku, Asíu eða Afríku. Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar, fræðir okkur nánar um námið sem hefst í sumar. Samstarf við Copenhagen Business School, University of Edin- burgh og Stony Brook State University í New York „Í dag þurfa fyrirtæki víðsýna, vel menntaða stjórnendur og starfsmenn með góða menntun í fjármálum, stjórnun og markaðsmálum, stjórnendur sem hafa getu til þess að meta og þróa viðskiptatækifæri á núverandi og nýjum starfssviðum. Námið í alþjóðlegum viðskiptum á Bifröst er fyrir þá sem vilja hasla sér völl í slíkum fyrirtækjum. Með samstarfi kennara og stjórnenda Háskólans á Bifröst, Copenhagen Business School, University of Edinburgh og Stony Brook State University í New York hefur verið sett saman nám sem fellur vel að þörfum mark- aðarins og verður þróað áfram í samstarfi þessara aðila.“ Vandað nám fyrir metnaðarfulla einstaklinga í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi Reynir segir íslensk fyrirtæki leitast við að þróast í alþjóðaumhverfinu, vaxa þar og ná árangri og er það markmið viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst að mæta kröfum atvinnulífsins í samstarfi við bestu háskóla sem völ er á: „Góðir starfsmenn fyrir- tækja skynja vel þá auknu kröfu atvinnulífsins að þekkja, greina og skilja þau viðskiptatækifæri sem í vaxandi mæli eru á alþjóðlegum Reynir Kristinsson segir námið skipulagt þannig að með vinnu- semi og góðu skipu- lagi sé hægt að stunda meistaranám í alþjóð- legum viðskiptum samhliða vinnu. Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst: Í snertingu við alþjóðlegt umhverfi HÁSKÓLINN Á BIFRÖST: Meistaranám í alþjóðlegri banka- starfsemi, fjármálum og viðskiptum vettvangi. Til að skerpa þessa hæfni er námið blanda hagnýtra verk- efna og góðs bóklegs grunns sem gefur nemandanum djúpan skiln- ing á öllum sviðum alþjóðlegra viðskipta og er skipulagt þannig að duglegir einstaklingar geta með vinnusemi og góðu skipulagi stundað meistaranám í alþjóðlegum viðskiptum samhliða vinnu.“ Sá sem hefur nám í alþjóða viðskiptum þarf að nýta tvö sumur frá miðjum júlí fram í síðari hluta ágúst á Bifröst og eitt haust og vetur í fjarkennslu og er þá hægt að ljúka bóklega hluta náms- ins á um 14 mánuðum. Í framhaldi af því skrifa nemendur síðan meistararitgerð sína og geta útskrifast í byrjun komandi árs. „Með einstökum fjarnámsbúnaði geta nemendur stundað nám sitt hvar og hvenær sem er, m.a. á ferðum sínum innanlands og erlendis. Einnig geta þeir sem starfa hjá fyrirtækjum sínum erlendis stundað þetta nám samhliða vinnu sinni því að veraldarvefurinn setur okkur engin takmörk. Með námi sínu í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst komast nemendur í snertingu við hið alþjóðlega umhverfi og með því að fá tækifæri til að búa á Bifröst í einstöku umhverfi hluta úr tveim sumrum tengjast nemendur sterkum böndum sem munu nýtast þeim vel í viðskiptalífinu og skapa þeim tengsl um allan heim.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.