Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 47 Meðal nemanda í meistaranámi í Alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum við Háskólann á Bifröst er Guðmundur Þ. Guð-mundsson, sem starfar hjá Reiknistofu bankanna þar sem hann er verkefnisstjóri yfir innleiðingu á sameiginlegu verkefni bankanna, vörnum gegn peningaþvætti. Guðmundur var áður fyrr ein sterkasta stoðin í íslenska landsliðinu í handbolta, þjálfaði landsliðið með góðum árangri og er nú þjálfari Fram í 1. deild. Ætla mætti að lítill tími sé hjá Guðmundi fyrir námið en með lagni og skipulagningu hefur honum tekist að láta marga þætti í lífi sínu ganga farsællega upp: „Ég hafði um skeið haft áhuga á að mennta mig enn frekar. Þegar ég sá auglýsinguna um meistaranámið í alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum sá ég strax nám sem gæti nýst mér vel í starfi og það hefur komið á daginn að námið er sniðið fyrir starfsmenn í fjármálafyrir- tækjum og fyrirtækjum sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Háskólinn á Bifröst á hrós skilið fyrir að vera fyrstir með markvisst nám sem nýtist eins vel og raunin er og er ég mjög ánægður með hvernig námið er skipulagt og það stenst allar kröfur sem ég gerði til þess.“ Námið krefst góðrar skipulagningar Guðmundur segir að þegar farið sé út í nám með vinnu þurfi að velta hlutunum vel fyrir sér áður en lagt er af stað: „Fyrirfram vissi ég að námið tekur mikinn tíma og verður að hafa fjölskylduna með í ráðum sem og vinnuveitendur og ég er mjög þakklátur fyrir þann skilning sem ég hef mætt hjá yfir- mönnum mínum á Reiknistofu bankanna. Ekki gerir það dæmið einfaldara að vera þjálfari í handbolta. Segja má að ég sé alltaf að leita að klukkutímum til að læra, finna tíma á kvöldin eða um helgar og þegar skipulagningin er í lagi þá tekst það. Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst býður upp á alþjóðlegt meistaranám í fjármálum og viðskiptum. Um er að ræða tvær námsleiðir sem byggja á hagnýtri þekkingu og traustum fræði- legum grunni og er mið tekið af bestu erlendum fyrirmyndum. Kennarar koma frá erlendum háskólum, innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og Háskólanum á Bifröst og er námið allt á ensku. Meistaranám í alþjóðlegri banka- starfsemi og fjármálum – International Banking and Finance – höfðar til þeirra sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í alþjóðlegu banka- og fjármálaumhverfi. Lögð er áhersla á að nemendur geti að námi loknu tekist á við flókin stjórnunar- og sérfræðistörf á sviði alþjóðlegrar banka- og fjármálastarfsemi. Boðið er upp á námsferð til New York á náms- tímanum. Meistaranám í alþjóðlegum viðskiptum – International Business – er góður undirbúningur fyrir stjórnendur og starfs- menn fyrirtækja sem tengjast alþjóð- legum viðskiptum og eru með starfsemi sína hér á landi og erlendis. Námið mætir vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað fólk með yfirgripsmikla þekkingu á öllum sviðum alþjóðlegra viðskipta. Sími: 433 3000 • bifrost@bifrost.is • www.bifrost.is Guðmundur Þ. Guðmundsson er í meistaranámi í alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum: Krefjandi nám sem gaman er að Meistaranám í alþjóðlegri banka- starfsemi, fjármálum og viðskiptum Námið hófst með staðnámi í júlí í fyrra og þá var kennt í mánuð og síðan erum við í fjarnámi yfir veturinn og á hverri önn eru tvær vinnuhelgar á Bif- röst. Í sumar verður aftur staðnám.“ Í góðu sambandi við kennarana Að sögn Guðmundar var ekkert sem kom honum beint á óvart í náminu: „Ég vissi fyrirfram að námið yrði mikil vinna, en þegar hægt er að vera í góðu sambandi við kennarana eins og reyndin hefur verið þá auðveldar það námið. Kannski má segja að það sem kom mér á mest á óvart hafi verið hversu ánægður ég var með fyrirkomulag kennslunnar.“ Guðmundur mælir eindregið með náminu fyrir starfsmenn fjár- málafyrirtækja og fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegu umhverfi: „Ég held að allir sem fara í meistaranám á þessu sviði séu að gera það vegna mikils áhuga, annars gengi það ekki upp. Ég er í krefjandi námi fyrir sjálfan mig og hef mjög gaman að. Það var sagt við mig þegar ég var að íhuga námið á Bifröst að slíkt væri ekki hægt með öllu öðru sem ég geri, að ég væri að ætla mér um of. Annað hefur komið á daginn og allt hefur gengið upp, en ég er fyrsti maður til að viðurkenna að aðeins er tímabundið hægt að leggja á sig slíkt nám með fullri vinnu,“ Undirbýr nemendur vel fyrir fjölbreytt verkefni Hvað varðar fram- tíðina þá telur Guðmundur námið gefa mörg tækifæri. „Skilning- urinn á alþjóðlegu bankaumhverfi og alþjóðaviðskiptum eykst til muna og námið undirbýr okkur vel fyrir fjölbreytt verkefni. Síðan verður hver og einn að nýta þau tækifæri sem bjóðast.“ Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.