Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 48

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Andri Þór er fæddur í Reykjavík 24. september 1966. Hann er sonur hjónanna Ragnhildar Auðar Vil-hjálmsdóttur tækniteiknara og Guðmundar Þórs Pálssonar arkitekts sem er látinn. Hann er yngstur af fjórum syst- kinum. Andri er í sambúð með Ragnheiði Ragnarsdóttur sem starfar á upplýsinga- og tæknisviði Kaupþings. Hann á tvö börn úr fyrra hjónabandi sem heita Úlfur Þór sem er 12 ára og Íris sem er 10 ára og fósturdótt- urina Giovönnu sem er 11 ára. „Foreldrar mínir fluttu í Fossvoginn þegar ég var tveggja ára og ég ólst þar upp þar til ég flutti að heiman um tvítugt. Við bjuggum í Bjarmalandi og vorum með fyrstu íbúunum í dalnum. Ég gekk í Fossvogsskóla en flutti síðan yfir í Snælandsskóla í Kópavogi sem þótti nokkuð óvenjulegt en það var styttra þangað en í Réttarholtsskóla. Mér þótti mjög gott að alast upp í Fossvoginum. Hverfið var settlegt og huggulegt en þar var líka hell- ingur af góðum krökkum og skemmtilegum villingum inni á milli. Á þeim árum voru stundum alræmd slagsmál á milli krakk- anna í Kópavogi og í Fossvoginum en ég reyndi alltaf að sneiða hjá þeim eftir fremsta megni. Ég var í fótbolta eins og aðrir strákar á mínum aldri. Ég æfði með Val um tíma en komst aldrei lengra en í B og C liðin. Ég áttaði mig því fljótlega á að ég var lélegur leikmaður og hætti eftir að hafa brotið þrenn gleraugu. Önnur áhugamál voru bara hefðbundin eins og skíði og frímerki,“ segir Andri. Á fullu í félagslífinu Eftir níunda bekk hóf Andri nám við hag- fræðideild Verslunarskóla Íslands og útskri- fast árið 1986 með fyrsta árganginum eftir að skólinn var fluttur í Ofanleitið. „Árin í Verslunarskólanum voru rosalega skemmtileg og ég fékk strax brennandi áhuga á félagsmálum, en þrátt fyrir að eyða stórum hluta sólarhringsins í skólanum gerði ég flest annað en að læra. Ég starfaði í listafélaginu, var formaður vídeónefndar og bauð mig fram sem forseta nemendafélagsins en tap- aði. Ég skellti mér líka af miklum krafti út í ræðumennsku og keppti meðal annars fyrir hönd skólans í Morfís,“ segir Andri. Að loknu námi í Verslunarskólanum ætlaði Andri til náms í viðskiptafræði til A N D R I Þ Ó R G U Ð M U N D S S O N Í N Æ R M Y N D TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, keypti ásamt Októ Einarssyni meirihlutann í Ölgerð Egils Skallagrímssonar í byrjun ársins. Þeir eiga 70% í fyrirtækinu á móti Kaupþingi. Ölgerðin er rótgróið fyrirtæki með sterka stöðu á drykkjarmarkaði. INDLAND GAF MÉR NÝJA SÝN Á LÍFIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.