Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
1. Hvernig hefur undirbúningurinn að
sameiningu Kauphallar Íslands og nor-
rænu kauphallarinnar OMX gengið?
„Undirbúningur og samþætting við aðra
markaði OMX hefur gengið vel. Stór skref
verða stigin á næstunni í átt til frekari sam-
einingar; þau stærstu nú í byrjun apríl, þegar
íslensk fyrirtæki fara inn á sameiginlegan
lista OMX, og í maí, þegar afleiðumark-
aður verður stofnaður. Þessar breytingar fela
í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtækin til
að efla stöðu sína út á við. Jafnframt eigum
við von á því að nokkrar stórar alþjóðlegar
fjármálastofnanir gerist kauphallaraðilar á
næstu mánuðum. Þetta tvennt mun greiða
götu erlendra fjárfesta að markaðnum hér
og auka sýnileika fyrirtækjanna á erlendum
vettvangi. Ég á því von á að í hönd fari tíma-
mótaár fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.“
2. Hver er þín staða eftir sameininguna?
„Ég verð áfram forstjóri Kauphallarinnar og
sit jafnframt í framkvæmdastjórn kauphall-
arsamstæðu OMX.“
3. Til hvers þarf nafnabreytingu og hver
er tilgangurinn með henni?
„Tilgangurinn er einkum tvíþættur. Annars
vegar að samræma nöfnin á kauphöllum
OMX og hins vegar að leggja áherslu á einn
sameiginlegan markað á Norðurlöndum,
þótt kauphallir verði áfram reknar í hverju
landi. Í daglegu tali mun starfsemin hér-
lendis þó án efa ganga undir nafninu Kaup-
höllin enda er engin ástæðu til að leggja
það fallega nafn af þótt út á við verði OMX
Nordic Exchange in Iceland í forgrunni.“
4. Hvernig munu íslensku fyrirtækin
verða flokkuð?
„Atvinnugreinaflokkun íslensku félaganna
verður eins og nú er, þ.e.a.s. allar OMX
kauphallirnar notast við GICS flokkunar-
kerfið sem þegar er í notkun í Kauphöll-
inni. Frá og með 2. apríl munu skráð félög í
Kauphöllinni fara á samnorræna lista OMX
og valið er á listana eftir markaðsvirði félag-
anna. Listarnir eru: Stór félög (Large cap)
þar sem eru félög yfir einn milljarð evra
F J Á R M Á L
ÍSLENSKUR HLUTABRÉFMARKAÐUR:
TEXTI: HRUND HAUKSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Kauphöll Íslands varð hluti af norrænu kauphallarsam-
stæðunni OMX í janúar. Hið nýja heiti Kauphallarinnar er
því OMX Nordic Exchange In Iceland. Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar, situr fyrir svörum um samein-
inguna og hvaða afleiðingar hún muni hafa í för með sér
fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.
TÍMAMÓTAÁR
BLASIR VIÐ