Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 61

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 61 tekist – að einu kjörtímabili undanskildu – að ná kjöri í öryggisráðið þegar þau hafa boðið sig fram annað hvert tveggja ára kjörtímabil. Norðurlöndin áttu tvo fyrstu aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Norðmanninn Tryggve Lie (1946-52) og Svíann Dag Hammarskjöld (1953-61). Norrænu ríkin eru þekkt fyrir að vera heiðarleg og ekki með nein launráð. Þau eru að þjóna ákveðnum málstað, þ.e. vilja styrkja alþjóðakerfið svo að það byggi á lögum og rétti, en eru ekki hér til að ota sínum tota. Norðurlöndin sem heild njóta mikils álits. Þetta er mikill styrkur fyrir okkur. Norðurlandaþjóðirnar taka þetta framboð líka alvarlega og aðrir norrænir ráðherrar og emb- ættismenn, rétt eins og okkar ráðherrar og embættismenn, kynna framboð okkar í leið- inni þegar þeir ræða við kollega sína víða um lönd. Það eru sameiginlegir hags- munir allra Norðurlandanna að Ísland nái inn – annars fer norræna „rótasjónin“ úr skorðum. Danir luku setu sinni í öryggisráðinu í lok síðasta árs og Finnar bjóða sig fram árin 2013 og 2014. En við gætum átt móralska kröfu á að fá annað tækifæri ef við næðum ekki inn í þessari lotu – líkt og Svíar fengu árið 1992 þegar þeir náðu ekki kjöri í öryggisráðið og þótti stórslys. En ég geri bara ráð fyrir að við náum kjöri í október 2008! Margir hafa lagt mikið af mörkum undanfarin ár í framboðsvinn- unni. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti hátt í fjörutíu tvíhliða fundi hér með kollegum sínum í september og utanrík- isráðherrarnir Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson voru einnig mjög duglegir að kynna starfsbræðrum sínum hér í allsherjarþinginu íslenska framboðið. Þá kom Grétar Már Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri utanríkisráðuneytisins, nýlega til New York og átti fundi með rúmlega þrjátíu fastafulltrúum. Við í íslensku fastanefndinni erum daglega að kynna framboðið og sérstakt framboðsteymi undir stjórn Sigríðar Á. Snævarr sendiherra starfar í utanríkisráðuneytinu heima og hefur allan heiminn undir. Þetta er skilvirkt kerfi undir stjórn utanríkisráðherra, fátt fólk í stöðugum tengslum.“ - Mun það hjálpa í kosningabaráttunni að Ísland hefur aldrei átt sæti í öryggisráðinu? „Það er enginn vafi á því. Auðvitað eru það ekki efnisleg rök – en þau eru mórölsk og hjálpa okkur. Það viðhorf svífur hér yfir vötnum á meðal mikils meirihluta aðildarríkjanna að þau ríki, sem vilja þjóna SÞ og bjóðast til þess – t.d. að sitja í öryggisráðinu-, eigi að fá til þess tækifæri, a.m.k einu sinni. Það að Ísland hafi aldrei setið í örygg- isráðinu í yfir 60 ár styður því sterklega framboð okkar. Við viljum sýna hvað í okkur býr. Það eru mörg smáríki sem hafa tilkynnt fram- boð í öryggisráðið á næstu árum, eins og Lúxemborg og San Marinó. Og þar hafa t.d. Malta og Grænhöfðaeyjar setið, svo ég nefni bara nokkur ríki. Mörg ríki eru nú þegar búin að tilkynna framboð sín fram undir 2030 og segir það auðvitað þá sögu að seta í öryggisráðinu er talin mikils virði. Ísland var lengi fámennasta ríkið innan SÞ en núna eru 20 fámennari. Það er bara ein af þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað í alþjóðakerfinu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Meirihluti í SÞ, 98 ríki, tekur hér þátt í samtökum smáríkja, FOSS (Forum of Small States).“ F R A M B O Ð I Ð T I L Ö R Y G G I S R Á Ð S I N S „Framboð okkar er með þennan margumrædda sterka norræna vinkil. Við höfum stuðning hinna Norðurlandanna við framboðið og Norðurlöndin fara saman fram í þessu máli.“ Hnútur á byssuhlaupinu. Táknræn stytta fyrir utan byggingu Sameinuðu þjóðanna og stóra markmiðið: Varðveisla friðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.