Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 H J Á L M A R W. H A N N E S S O N S E N D I H E R R A margar dyr. Ég hef ekki komið til Kína síðan við fluttum þaðan 1998, en Anna kona mín hefur farið einar sjö ferðir þangað sem fararstjóri með íslenska ferðamenn og upp- byggingin er alveg ótrúleg.“ Hjálmar var ennfremur fyrsti sendiherra Íslands gagn- vart Kanada sem þar bjó og stofnaði sendiráð Ísland í höf- uðborginni, Ottawa, eða frá árinu 2001. Hann segir að þar hafi mikil vinna farið í að reyna að auka viðskiptin á milli landanna, efla menningarsamskiptin og að vera fulltrúi Íslands í ýmsum opinberum samskiptum, t.d. við Vestur- Íslendinga. „Það sem mér þótti skemmtilegast í Kanada var að finna Vestur-Íslendinga nánast hvar sem ég kom. Aðalræðismaður okkar er í Winnipeg, miðju mestu Vestur-Íslendingabyggð- anna, og hefur í nógu að snúast. En Vestur-Íslendingar eru alls staðar í þessu næstvíðáttumesta ríki heimsins. Meira að segja þegar ég var í nyrstu byggðum inúíta hitti ég Vestur- íslenska konu. Það var auðvitað einstök upplifun að hitta fólk þarna af íslenskum uppruna; finna fyrir hinni römmu taug. Ég átti frábær samskipti við Vestur-Íslendinga og hef aldrei upplifað aðra eins gestrisni gagnvart okkur Önnu og Íslandi. Þeirri vináttu gleymum við aldrei.“ - En hvað finnst honum um þá umræðu að ekki sé lengur þörf fyrir svo umfangsmikla utanríkisþjónustu? „Mín skoðun er sú að þörfin á sterkri íslenskri utan- ríkisþjónustu á tímum útrásar íslenskra fyrirtækja og hnattvæðingar sé afar mikil og viðskiptaaðilar nota utan- ríkisþjónustuna í síauknum mæli, t.d. viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.“ Hjálmar W. Hannesson Nafn: Hjálmar Waag Hannesson (skírður Hjálmar Waag eftir færeyskum afa sínum). Maki: Anna Birgis. Börn: Þrjú. Tveir synir og ein dóttir. Fjögur barnabörn. Starf: Sendiherra Íslands og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Menntun: BA/MA í stjórnmálafræði frá Ríkisháskólanum í N.-Karólínu, Chapel Hill. Ferill: Kennari við MR 1969 til 1976. Aðjúnkt við Háskóla Íslands 1971-1973. Utanrþj.: Fulltrúi í utanríkisþjónustunni frá 1. jan. 1976. Sendiherra í Þýskalandi frá 1989. Fyrsti íslenski sendiherrann búsettur í Peking, Kína frá 1995. Fyrsti íslenski sendiherrann búsettur í Ottawa, Kanada frá 2001. Sendiherra Íslands hjá SÞ frá 2003. Fundarhamar SÞ er íslenskur - Íslendingar hafa gefið SÞ þrjá fundarhamra, sá fyrsti var eftir Ásmund Sveinsson og brotnaði undir ræðu Krústsjovs. Við birtum hér brot úr frétt í Morgunblaðinu 20. september 2005 en þar sagði frá því þegar Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, gaf forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, nýjan fundarhamar. „Hamarinn var skorinn haganlega út af listakonunni Siggu á Grund í Villingaholtshreppi, Sigríði Kristjánsdóttur, og er eftirlíking af hamri sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði upphaflega og var gjöf Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 1952, þegar ný bygging sam- takanna var tekin í notkun. Thor Thors, þá sendiherra Íslands, afhenti hamarinn, sem löngum gekk undir nafninu Þórshamar í virðingarskyni við Thor. Á hamarinn var ritað „Með lögum skal land byggja“, bæði á íslensku og latínu. Hamarinn komst í heimsfréttirnar í október árið 1960 þegar hann brotnaði í reiðikasti þáverandi forseta allsherjarþingsins, Fredericks Bolands, sendiherra Íra. Hafði Írinn hastað á Nikita Krústsjov, aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna, sem hafði tekið af sér annan skóinn og barið honum í borð í mótmælaskyni við ræðu sem honum líkaði ekki á þinginu. Ári síðar afhenti Thor Thors forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna nýjan fundarhamar frá Íslendingum. Var það útskorin eftirlíking af hamri Ásmundar, gerð af Guðmundi Benediktssyni, myndhöggvara og húsgagnasmið. Nýlega uppgötvaðist að sá hamar hafði týnst, þannig að íslensk stjórnvöld létu gera nýjan hamar.“ M Y N D : E LÍ S A B E T D A V ÍÐ S D Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.