Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 74

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 74
KYNNING74 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 LEX lögmannsstofa er ein stærsta lögmannsstofa landsins og þar vinna hátt í 30 lögmenn með víðtæka þekkingu og reynslu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Meðal viðskiptavina LEX eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, íslensk stjórnvöld og fjöldi erlendra aðila. LEX hefur stofnað nýtt svið, Auðlinda- og orkunýtingarsvið, og bætist það við þau svið sem fyrir eru hjá LEX. Er Auðlinda- og orkunýtingarsviði ætlað að svara sívaxandi eftirspurn eftir lögfræði- þjónustu fyrir þennan málaflokk. Áhersla á auðlindamál hefur farið sífellt vaxandi á síðustu misserum, ekki bara hérlendis heldur um heim allan. Þá verða umhverfismál og löggjöf á því sviði ekki skilin frá auðlinda- og orkunýtingu og er bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum nauðsynlegt að geta leitað sér traustrar ráðgjafar á þessum sviðum. Aukinni áherslu á auðlindamál fylgja breytingar á lagaumhverfi Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á lagaumhverfi því sem gildir á sviði auðlinda-, orku- og umhverfismála; má nefna auðlindalög, vatnalög, lög um kolvetni, raforkulög, lög um mat á umhverfisáhrifum og lög um umhverfismat áætlana. Með þessum lagabreytingum hafa verið gerðar ýmsar grundvallarbreytingar, t.d. á raforkulögum, þar sem raforkukerfið var markaðsvætt, og á fram- kvæmd mats á umhverfisáhrifum, auk þess sem leyfakerfi vegna auðlindanýtingar og starfsemi, sem henni tengist, hefur sífellt orðið flóknara og umfangsmeira. Ýmsar frekari lagabreytingar eru í farvatn- inu í samræmi við að vaxandi áhersla er lögð á þennan málaflokk. Þátttaka Íslands í hinum sameiginlega markaði EES hefur líka sett varanlegan svip á setningu laga og framkvæmd þeirra. Fjölbreytt verkefni Á undanförnum árum hefur LEX tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði auðlinda-, orkunýtingar- og umhverfismála, bæði fyrir opinbera aðila og einkaaðila, og hefur byggst upp mikil sérþekking innan LEX á þessum sviðum. Þar að auki hefur LEX veitt stjórnvöldum sér- fræðiráðgjöf við lagasetningu er varðar þessa málaflokka. Hæfir lögmenn sem þekkja lagaumhverfið - þjónusta hér heima og við útrásarfyrirtæki LEX hefur yfir að ráða hæfum lögmönnum sem þekkja lagaum- hverfið á auðlinda- og orkunýtingarsviði, lögmenn sem geta brugðist hratt við þegar á þarf að halda. LEX er í stakk búið að sinna alhliða og heildstæðri lögfræðiþjónustu fyrir viðskiptamenn sína, hvort sem starfsemi þeirra er hérlendis eða hugur stendur til útrásar. Reynslan sýnir að því fyrr sem leitað er lögfræðiráðgjafar vegna stærri verkefna á þessu sviði því auðveldara verður að fyrirbyggja vandamál sem upp geta komið. Auðlinda- og orkunýtingarteymi LEX skipa Dýrleif Kristjáns- dóttir hdl., Eva Margrét Ævarsdóttir hdl. LL.M., Garðar G. Gíslason hdl. og Karl Axelsson hrl. og lektor við lagadeild HÍ. Auðlinda- og orkunýtingarsvið Meðal verkefna sem Lex hefur sinnt er ráðgjöf vegna mats á umhverfisáhrifum vegna efnistöku Björgunar, m.a. í Kollafirði, og vegna starfsleyfis fyrirtækisins og lögfræðileg ráðgjöf og verkefni fyrir ýmsa aðila, t.d. Orkustofnun, Jarðboranir, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. Lex ehf. Lögmannsstofa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.