Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 heiminum, og fjármagnar verkefni einkum tengd skólum og menntun. Tom Hunter hefur sagt að sín helsta fyrirmynd í lífinu sé landi hans Andrew Carnegie sem fluttist bláfátækur á barnsaldri til Bandaríkjanna og varð einn auðugasti maður heims. Carnegie sagði að það væri skömm að deyja auðugur og eins og allar þær stofn- anir sem við hann eru kenndar sýna þá reyndi hann af fremsta megni að nýta peningana í þágu annarra. Sama vill Hun- ter gera. Þegar hann var einhvern tíma spurður að því af hverju hann hefði sett stofnunina á fót sagði hann að sumir biðu með það fram á dánardægur að koma einhverju frá sér, „en það er algjör misskilningur að fara að deyja auðugur.“ Þetta er hans útgáfa af hugsun Carnegie. Liður í barnastarfinu er fjárframlag upp á 5 milljónir punda til Kelvingrove lista- safnsins í Glasgow, sem er eitt af merkari listasöfnum Evrópu. Framlagið hefur verið notað til að innrétta The Campbell Hunter Education Wing – en álman er skírð eftir föður Hunters sem Sir Tom segir að hafi alltaf verið sér innblástur í lífinu. Á þessu ári verður opnuð margmiðlunar- miðstöð í álmunni sem á að veita krökkum bestu kynningu á listum og safninu sjálfu sem völ er á. Þarna er hvergi til sparað og sjálfur vildi Hunter að álman og aðbún- aður þar jafnaðist á við Smithsonian safnið í Washington DC. Írinn Bob Geldof hefur einnig látið mikið til sín taka í mannúðarmálum og þar hafa þeir Hunter einnig starfað saman. Stofnun hans gaf milljón punda í Make Poverty History-herferðina og studdi Live 8-tón- leikana sem voru haldnir til að styðja her- ferðina fyrir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims í Skotlandi 2005 þegar skuldaafskriftir fyrir þriðja heiminn voru baráttumál. Í kjölfar tónleikanna tók Hunter upp samstarf við Bill Clinton, fyrrum Banda- ríkjaforseta, og stofnun Clintons í þróun- armálum. Hunter leggur 55 milljónir punda í The Clinton-Hunter Development Initiative – takmarkið er að gefa fólki tækifæri til að bæta hag sinn. Hunter hefur sagt að hann trúi ekki á að rétta svöngum manni bara fisk – hann vill gefa honum veiðistöng og kenna honum að veiða. Líkt og nú heyrist gjarnan í þró- unarstarfi álítur Hunter að efnahagslegar framfarir séu byggðar á þekkingu og kunnáttu. Það skipti því öllu máli að hafa það að leiðarljósi að ýta undir þessa þætti og að því vill Hunter vinna. Stundum skellir hann þó fram fé á annan hátt: Í símasöfnun BBC fyrir bágstödd börn í nóvember í fyrra hringdi hann inn og gaf eina milljón punda á einu bretti. Önnur ástæða fyrir gjafmildi Hunters er að þau hjónin kæra sig ekki um að börnin þeirra tvö erfi einhver ósköp. Hann hefur sagt að hann líti á það sem bagga fyrir börn að erfa mikið og þó þau verði ekki skilin eftir á neinu flæðiskeri verði þau sjálf að finna sér viðfangsefni og tilgang í lífinu. Peningarnir einir dugi þar ekki. Hunter vill sjá vel fyrir fjölskyldu sinni en það sem er umfram vill hann gefa til uppbyggilegra mannúðarmála. Firna seigur fjárfestir Þótt Hunter sjá ekkert takmark í því að deyja auðugur maður og hafi látið háar upphæðir af hendi rakna í mannúðarmál er hann ekki síður öflugur fjárfestir: það sjatnar því L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R HUNTER OG JÓN ÁSGEIR Á INDLANDI Í byrjun mars voru Tom Hunter og Jón Ásgeir Jóhannesson saman á ferð um Indland til að stofnsetja fjár- festingarsjóð í samvinnu við HBOS bankann, á vegum fasteignafyrirtæk- isins Catalyst Capital. Sjóðurinn nemur 100 milljónum dala, um 7 milljörðum króna, og mun fjárfesta í fasteignum, nýbyggingum og landi. Fjárfestingarnar eru hluti af viðleitni Hunters til að dreifa fjárfestingum sínum en hann hefur þegar fjárfest nýlega í gegnum West Coast Capital, í fasteignum í Bandaríkjunum og Kína. Frá Indlandi fóru þeir Hunter og Jón Ásgeir til Bangladesh þar sem þeir hittu Muhammad Yunus sem í fyrra hlaut friðarverðlaun Nóbels. Grammi- bankinn, sem Yunus stofnaði, sérhæfir sig í svokölluðum örlánum (micro- lending). Heimsóknin er rökréttur liður í stuðningi Hunters við þróun- arstarf en það verður fróðlegt að sjá hvort Jón Ásgeir tekur Hunter sér til fyrirmyndar og fer inn á svipaðar brautir í viðbót við stuðning Baugs við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hunter ólst upp í skoskum námubæ, sonur kaupmanns þar. Þegar námunum var lokað breyttist lífið í bænum. Hunter hefur síðar sagt að þessi reynsla hafi gert hann ákveðinn í að vera ekki öðrum háður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.