Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
SUMARHÚS
Sæmundur Pálsson, eða Sæmi rokk, er einn fjölmargra Íslendinga
sem eiga hús á Spáni. Hann og eiginkona hans, Ásgerður Ásgeirs-
dóttir, festu árið 1994 kaup á um 200 fermetra einbýlishúsi í
bænum La Marina sem er í um 15-20 mínútna akstursfjarlægð frá
Alicante. Um einn kílómetri er niður á strönd en þess má geta að
sundlaug er á lóð hússins.
„Þetta er mjög skemmtilegt hverfi og þarna búa á milli 100-200
Íslendingar. Ég spila golf í nágrenninu og er í tveimur bridge-
klúbbum. Þá förum við reglulega út að borða með vinum okkar og
kunningjum og stundum fer ég í billiard.“
Hjónin dvelja yfirleitt í húsinu í La Marina frá febrúar til
maí og þau fara aftur í byrjun september og koma heim um
miðjan desember. Þau ferðast mikið og hafa meðal annars farið til
Madrid, Barcelona og Costa del sol. Þess má geta að tvíburabróðir
Sæmundar á íbúð þar. Sæmundur bendir á að einn af kostunum
við að eiga húsið á Spáni sé að það er ekki nema fimm til sex tíma
akstur til Frakklands og tekur lítið eitt lengri tíma að halda áfram
yfir til Ítalíu.
„Veðrið á veturna á þessum slóðum er betra en best gerist hér á
sumrin en hitinn er frá um 20 stigum. Ég vil nefna fleira en góða
veðrið, en Spánn er ákjósanlegt land sem „elliheimili Evrópu“ fyrir
útlendinga á veturna. Þótt margt hafi hækkað þegar evran tók við
af pesetanum þá er margt meira en helmingi ódýrara á Spáni heldur
en hér; að öllu jöfnu mun vera tvisvar til þrisvar sinnum ódýrara að
kaupa í matinn þarna suður frá en hér heima. Það er ekki sambæri-
legt að lifa af eftirlaununum hér og á Spáni.“
Sumarhús erlendis:
Sumarhús Sæmundar á Spáni
Hús Sæmundar á Spáni er afar smekklegt.
Sæmundur með barnabarni sínu, Jóhanni Agli, og tveimur börnum vina þeirra hjóna.
Sæmundur Pálsson með konu sinni, Ásgerði Ásgeirsdóttur,
og Theodóru, dóttur þeirra.