Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 95

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 95
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 95 Hvalfjarðargöngin: Styttri og betri leið Stórskemmtilegt Öndverðarnes Guðmundur Hallsteinsson er formaður Múr- arameistarafélags Íslands. Félagið á helmingshlut í gríðarlega fallegu og fjölbreyttu sumarhúsa- svæði á móti Múrarafélaginu í Öndverðarnesi. Þetta er stórskemmtilegt svæði með golfvelli, sundlaug, leiksvæði fyrir börn og stangaveiði. Golfvöllurinn í Öndverðarnesi þykir skemmtilegur, vinalegur og nokkrar brautir þar eru svolítið öðru vísi en menn eiga að venjast; spilað er inn í gamlar réttir þar sem flatirnar eru. „Hér er búin að vera alveg gríðarleg upp- bygging bæði í húsum og afþreyingu,“ segir Guðmundur. „Nú eru hér um 300 byggðar sumarhúsalóðir og stefnir í meira enda höfum við tekið þann pólinn í hæðina að úthluta lóðum til múrara og múrarameistara en hver sem er getur hins vegar keypt af þeim sumarhús á svæðinu.“ Fjölbreyttir afþreyingamöguleikar einkenna svæðið og er þar viðamestur 9 holu golfvöllur. „Við erum að stækka völlinn í 18 holur og mun því verki verða lokið árið 2008. Þetta var fyrsti golfvöllurinn á Íslandi, sem búinn var til á sum- arhúsasvæði, en nú hafa fleiri tekið við sér,“ bæti Guðmundur við. „Hér er líka hægt að stunda stangveiði og aðgangur er að sundlaug og mjög skemmtilegu leiksvæði fyrir börn. Síðast en ekki síst má nefna að hestaeigendur sem bústað eiga á svæð- inu geta haft hesta sína á beitilandi þar yfir sumarið.“ Hluti af golfvellinum við sumarbústaðasvæði Múrarafélagsins í Öndverðarnesi. Guðmundur Hallsteinsson er formaður Múrarameistarafélags Íslands. Það breyttist margt með Hvalfjarðargöngunum. Ferðir þeirra sem þurftu að fara Hvalfjörðinn styttust verulega og stór sum- arbústaðalönd, sem áður höfðu þótt heldur langt frá Reykja- vík, voru nú í þægilegri akstursfjarlægð. Afleiðingin er sú að sumarbústöðum hefur fjölgað mjög og einnig hafa göngin orðið til þess að nú þykir lítið mál að vinna á Akranesi og búa á Reykjavíkursvæðinu og öfugt. „Göngin tóku af verulega erfiðan kafla á leiðinni vestur og norður um, kafla sem var seinfarinn og oft sérlega erf- iður á föstudags- og sunnudagseftirmiðdögum. Að maður tali nú ekki um þegar hvassviðri og hálka var á leiðinni, sem var nokkuð oft, einkum að vetrarlagi,“ segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar. Ljóst er að göngin eru vinsæl þó að sumir kvarti undan kostnaði við að fara þau en í upphafi var umferðin um 1500 bílar á sólarhring. „Nú er meðalumferðin um 5100 bílar á sól- arhring og á álagstímum getur hún farið í um 10.000 bíla á sólarhring,“ segir Gylfi sem segir að ætlunin sé að skila göng- unum skuldlausum til ríkisins árið 2018. Stórskemmtilegt leiksvæði er fyrir börn í Öndverðarnesi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.