Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
SUMARHÚS
Golf á Flúðum:
Fallegt umhverfi
og hráefni úr sveitinni
Unnsteinn Logi Eggertsson. „Völlurinn
hentar jafnt byrjendum sem lengra
komnum og er þægilegt að ganga hann.“
Stærsti golfvöllur í einkaeigu hér á landi er á Flúðum. Hann
í eigu hjónanna Ástríðar Daníelsdóttur og Halldórs Guðna-
sonar og dóttur þeirra, Hallóru, og manns hennar, Unnsteins
Loga Eggertssonar. Um 50 sumarbústaðir eru í nágrenninu.
Golfskálinn er opinn alla daga frá 8-22 frá 1. maí til 15. sept-
ember. Þá er opið um páskana eða frá 4. til 9. apríl. Golfskál-
inn, Kaffi Sel, tekur 140 manns.
Völlurinn er 18 holu. „Hann einkennist mikið af skógrækt
sem gerir hann frábrugðinn öðrum 18 holu golfvöllum á
landinu,“ segir Unnsteinn. ,,Hann hentar jafnt byrjendum
sem lengra komnum og er þægilegt að ganga hann. Við
höfum fengið jákvæða umsögn varðandi umhverfi hans og
flatirnar þykja mjúkar og mátulega harðar. Ekki spillir fyrir
að veðrið í uppsveitum er afar gott. Ein nýjungin á golfvell-
inum okkar er að við erum þar með veðurstöð sem tengd er
heimasíðu okkar, www.kaffisel.is.“
Fyrir utan heimamenn og sumarbústaðaeigendur er mikið
um að fyrirtæki, starfsmannafélög og aðrir hópar komi með
viðskiptavini og/eða starfsfólk í golf og grill. „Þetta er mjög
vinsælt, enda leggjum við áherslu á íslenska lambakjötið og
hráefni héðan úr sveitinni, svo sem Flúðasveppi, grænmeti og
kartöflur. Borðin eru skreytt með rósum sem ræktaðar eru á
Flúðum.“