Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
TJARNABYGGÐ:
Búgarðabyggðin hefur
reynst eftirsótt
Í sveitarfélaginu Árborg er að rísa 600 ha búgarðabyggð sem ber nafnið Tjarnabyggð. Þetta er nýjung í íslensku skipulagi en á sér nokkra fyrirmynd í eftirsóttum hverfum í grennd við
borgir og bæi erlendis,“ segir Jörundur Gauksson, framkvæmdastjóri
Búgarðabyggðar.
Á síðustu árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting hér á landi og
fólk sækist eftir því að búa á jaðarsvæðum þéttbýlis þar sem landrými
er meira og auðveldara að stunda áhugamál eins og hestamennsku.
Fram að þessu hefur lítið framboð verið á landskikum í grennd við
Reykjavík þar sem fólk fær notið fullrar þjónustu þótt það sé komið
út í sveit.
Einstök staðsetning Í Tjarnabyggð verður til nýtt samfélag. Fólk
getur eignast þar landskika þar sem búið er að leggja alla vegi og
tryggja þjónustu frá einu öflugasta sveitarfélagi landsins, Árborg. Má
þar nefna að hitaveita verður á svæðinu, skólaakstur og allur rekstur
og viðhald vega verður í höndum Árborgar.
Staðsetning Tjarnabyggðar er einstök, hún er mitt á milli Eyr-
arbakka og Selfoss eða um 4 km frá Selfossi og 55 km frá Reykjavík.
Byggðin liggur vestan Eyrarbakkavegar og um ósnortið valllendi sem
tengist óbyggðu víðerni sveitarfélagsins, þ.á m. fuglafriðlandinu og
öðrum svæðum sem eru á náttúruminjaskrá.
Friðsæld, fegurð og fuglalíf Landskikarnir eru 1-4 ha og vinsælt
er að kaupa samliggjandi lóðir enda ekki skilyrði að byggt sé á þeim
öllum. Skipulagið byggir á sexhyrndum klösum þar sem 6 lóðir liggja
saman. Helstu einkenni svæðisins
eru friðsæl sveit með fallegum
tjörnum, góðu ræktunar- og
beitilandi og fuglalífi. Sérstaða
Tjarnabyggðar liggur ekki síst í
frelsi í hönnun húsa og þeirri
staðreynd að þar má byggja íbúð-
arhús, skemmu og hesthús allt að
1500 fm.
Samkvæmt skipulagi eru
rúmar heimildir til húsdýrahalds
og léttari atvinnustarfsemi tengdrar búgarðabyggð svo svæðið er m.a.
tilvalið fyrir hestamenn. Byggðir verða 16 km af reiðstígum innan
svæðisins og verður hluti þeirra upplýstur. Stígarnir tengjast síðan
þéttu reiðleiðakerfi sveitarfélagsins. Í vor verður búið að leggja reið-
stíga um tvo fyrstu áfangana.
Gatnagerð er lokið í tveimur og hálfum áfanga af sex og allar
lagnir komnar í fyrstu tvo áfangana, m.a. fyrir hitaveituna. Þegar er
búið að selja tæpar 100 lóðir og er kaupendahópurinn fjölbreyttur,
þ.á.m yngra fjölskyldufólk. Kaupendur hafa verið sáttir við verð
landskikanna en þeir hafa verið seldir á föstu verði, gatnagerðargjöld
innifalin. Líklegt er talið að miklar verðhækkanir verði á svona
búskaparkostum á næstu misserum enda breytist lífsstíll fólks og
áhugi orðinn meiri á þeim lífsgæðum sem felast í íslenskri náttúru.
Enn eru skikarnir seldir á sama verði og í upphafi þegar sala hófst
í lok mars í fyrra.
Tjarnabyggð er með
heimasíðuna www.
tjarnabyggd.is en
Jörundur Gauksson
er í fyrirsvari fyrir
verkefnið og er með
síma 898-0343
Tæpu ári eftr að byrjað var að selja lóðir í Tjarnabyggð hafa verið selda tæpar hundrað lóðir og þegar er byrjað að byggja þar á annan tug húsa.