Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
SUMARHÚS
Litaval í sam-
ræmi við
arkitektúr
og umhverfi
M eð hækkandi sól verður mörgum bústaðar- eða húseigandanum ljóst að
grípa þarf til málningarpensilsins eða
rúllunnar og hressa upp á veggi og
þök. Menn ættu þó að fara að öllu
með gát, vanda vel litavalið, muna
eftir undirvinnunni og minnast þess
að ekki er sama hvernig veðrið er
þegar mála á eða viðarverja hús,
sama hvort þau eru ný eða gömul.
Góð ráð fagmanns eru líka ómet-
anleg í þessu sem öðru.
Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá
Flügger, segir að miklar breytingar
eigi sér nú stað bæði í efnisvali og arkitektúr sumarhúsabyggða.
Menn reisi ekki eingöngu þessa klassísku timburklæddu bústaði með
bárujárnsþökunum heldur séu þeir margir hverjir smækkuð mynd
af nýtísku einbýlishúsum. Þetta geti verið skemmtileg breyting ef
nægilegt tillit er tekið til umhverfisins. Nýtísku steinkumbaldi fari
ekki sérlega vel innan um bústaði í fjallakofastíl. „Nýbreytninni fylgir
gjarnan að fólk fer að valsa með liti og „slys“ geta orðið þegar notaðir
eru litir sem eiga ekki heima úti í náttúrunni.“
Árangursríkt getur verið að fara í skoðunarferð og kanna liti og
litasamsetningu í sumarhúsabyggðum og átta sig á hlutfalli litanna.
Hversu stór hluti bústaðarins ætti að vera ljós og hvað ætti að vera
dökkt. Karakter hússins skiptir miklu máli og dökkir veggir draga lág
hús með háum og þungum þökum niður. Þá getur t.d. verið ráð að
hafa veggina ljósa. Kannski mætti líka lyfta húsinu með því að hafa
sökkulinn í ljósum lit og jafnvel áfellurnar á hornunum í öðrum lit
en veggina sjálf. Allt þarf þetta að harmónera vel saman og einn litur
má ekki yfirgnæfa annan.
„Góð verkáætlun
og upplýsingar
fagmanna eru
m.a. það sem
ræður því hvort
vel tekst til
við málningu
bústaðar eða íbúð-
arhúss,“ segir
Vigfús Gíslason,
sölustjóri Flügger.
Litaprufur hjálpa „Við hjá Flügger erum með litaprufur sem gott er
að nota við litavalið. Ég tel að fólk ætti ekki að taka of margar prufur
heldur byrja á því að útiloka liti sem það vill alls ekki og vinna út
frá þeim litum sem það telur sig helst vilja. Þegar prufan er komin á
vegginn í réttu umhverfi má velta fyrir sér hvort liturinn ætti að vera
dekkri eða ögn ljósari og síðan er hægt að festa kaup á málningunni.
Ekki ætti að blanda saman of mörgum afgerandi litum á einu og
sama húsinu. Litirnir geta verið fallegir hver fyrir sig en draga athygl-
ina hver frá öðrum ef þeir eru of margir. Rétt er að ítreka að hafa þarf
í huga karakter bústaðarins og svæðisins í heild þegar litir eru valdir
og um leið hvaða litir fara vel saman.“
Verkáætlun nauðsynleg Í upphafi hvers verks þarf að gera ver-
káætlun. Meta skal verkið, þvo og hreinsa veggi eða þök, fjarlægja
lausa málningu og lausan múr, afla upplýsinga um hvaða efni hæfa
hverju tilviki og gleyma ekki að nota viðeigandi grunnefni. Síðast
en ekki síst verður að huga að veðri áður en farið er að mála. Það
þýðir ekki að mála í eða rétt fyrir rigningu!
Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá Flügger,
10
57
62
1
4/
07
Reykjavík · Kópavogur · Hafnarfjörður · Keflavík · Akureyri · Borgarnes
Ókeypis rakamælir
Kauptu 10 lítra Flügger 97, viðarvörn sem stenst afburðavel
íslenska veðráttu. Mældu rakastigið í tréverkinu áður en þú
málar – til að tryggja góðan árangur.
Sæktu þér góð ráð og leiðbeiningar í næstu Flügger verslun
og á www.flugger.is
Flugger: