Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 114

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARHÚS Litaval í sam- ræmi við arkitektúr og umhverfi M eð hækkandi sól verður mörgum bústaðar- eða húseigandanum ljóst að grípa þarf til málningarpensilsins eða rúllunnar og hressa upp á veggi og þök. Menn ættu þó að fara að öllu með gát, vanda vel litavalið, muna eftir undirvinnunni og minnast þess að ekki er sama hvernig veðrið er þegar mála á eða viðarverja hús, sama hvort þau eru ný eða gömul. Góð ráð fagmanns eru líka ómet- anleg í þessu sem öðru. Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá Flügger, segir að miklar breytingar eigi sér nú stað bæði í efnisvali og arkitektúr sumarhúsabyggða. Menn reisi ekki eingöngu þessa klassísku timburklæddu bústaði með bárujárnsþökunum heldur séu þeir margir hverjir smækkuð mynd af nýtísku einbýlishúsum. Þetta geti verið skemmtileg breyting ef nægilegt tillit er tekið til umhverfisins. Nýtísku steinkumbaldi fari ekki sérlega vel innan um bústaði í fjallakofastíl. „Nýbreytninni fylgir gjarnan að fólk fer að valsa með liti og „slys“ geta orðið þegar notaðir eru litir sem eiga ekki heima úti í náttúrunni.“ Árangursríkt getur verið að fara í skoðunarferð og kanna liti og litasamsetningu í sumarhúsabyggðum og átta sig á hlutfalli litanna. Hversu stór hluti bústaðarins ætti að vera ljós og hvað ætti að vera dökkt. Karakter hússins skiptir miklu máli og dökkir veggir draga lág hús með háum og þungum þökum niður. Þá getur t.d. verið ráð að hafa veggina ljósa. Kannski mætti líka lyfta húsinu með því að hafa sökkulinn í ljósum lit og jafnvel áfellurnar á hornunum í öðrum lit en veggina sjálf. Allt þarf þetta að harmónera vel saman og einn litur má ekki yfirgnæfa annan. „Góð verkáætlun og upplýsingar fagmanna eru m.a. það sem ræður því hvort vel tekst til við málningu bústaðar eða íbúð- arhúss,“ segir Vigfús Gíslason, sölustjóri Flügger. Litaprufur hjálpa „Við hjá Flügger erum með litaprufur sem gott er að nota við litavalið. Ég tel að fólk ætti ekki að taka of margar prufur heldur byrja á því að útiloka liti sem það vill alls ekki og vinna út frá þeim litum sem það telur sig helst vilja. Þegar prufan er komin á vegginn í réttu umhverfi má velta fyrir sér hvort liturinn ætti að vera dekkri eða ögn ljósari og síðan er hægt að festa kaup á málningunni. Ekki ætti að blanda saman of mörgum afgerandi litum á einu og sama húsinu. Litirnir geta verið fallegir hver fyrir sig en draga athygl- ina hver frá öðrum ef þeir eru of margir. Rétt er að ítreka að hafa þarf í huga karakter bústaðarins og svæðisins í heild þegar litir eru valdir og um leið hvaða litir fara vel saman.“ Verkáætlun nauðsynleg Í upphafi hvers verks þarf að gera ver- káætlun. Meta skal verkið, þvo og hreinsa veggi eða þök, fjarlægja lausa málningu og lausan múr, afla upplýsinga um hvaða efni hæfa hverju tilviki og gleyma ekki að nota viðeigandi grunnefni. Síðast en ekki síst verður að huga að veðri áður en farið er að mála. Það þýðir ekki að mála í eða rétt fyrir rigningu! Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá Flügger, 10 57 62 1 4/ 07 Reykjavík · Kópavogur · Hafnarfjörður · Keflavík · Akureyri · Borgarnes Ókeypis rakamælir Kauptu 10 lítra Flügger 97, viðarvörn sem stenst afburðavel íslenska veðráttu. Mældu rakastigið í tréverkinu áður en þú málar – til að tryggja góðan árangur. Sæktu þér góð ráð og leiðbeiningar í næstu Flügger verslun og á www.flugger.is Flugger:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.