Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 116

Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 SUMARHÚS Félag húsbílaeigenda: Frábær félagsskapur Félag húsbílaeigenda stendur fyrir ýmsum uppákomum fyrir utan ferðalög. Það eru haldnir ferðafundir, skoðunardagar hjá Aðalskoðun, árshátíð og jóla- fundur sem endar með balli. „Í félaginu eru nú um 800 bílnúmer,“ segir Ásgerður Magnúsdóttir, formaður félags húsbílaeigenda. „Það eru að jafnaði tveir einstaklingar á bak við hvert númer en þó þekkist að það sé aðeins einn. Því má segja að félagafjöldi sé í kringum 1500. Þetta er alveg frábær félagsskapur þar sem fólk kynnist í gegnum ferðalög en við förum yfirleitt nokkrar ferðir saman á hverju ári. Nú verða t.d. farnar 7 ferðir og yfirleitt eru um 100-200 bílar saman í hóp á áfangastöðum. Fyrsta ferðin á árinu er að jafnaði mjög fjölmenn og eins hvítasunnuferðin og sú síðasta sem er farin í endaðan september.“ Baráttumál félagsins eru nokkur og þar á meðal að greiða lægra verð í Hvalfjarðargöngin en gert er nú. Einnig stendur félagið fyrir því að félagar fái afslátt á tjaldstæðum og ýmissi annarri þjónustu. „Við höldum marga fundi, oftast heima hjá mér því að skrif- stofa félagsins er hjá formanni ásamt öllum eigum félagsins. Einnig gefum við út fréttabréf sem kemur út a.m.k. 10 sinnum á ári og svo er haldin árshátíð sem oftast hefur verið á Örkinni. Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur og ætíð er beðið eftir vorinu með óþreyju svo hægt sé að leggja af stað í ferðalag,“segir Ásgerður að lokum. Gönguferðir: Í nágrenni Miðhúsaskógar og Úthlíðar Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður er mikill göngugarpur og þekkir margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni sumarbústaða svo sem í kringum sumarhúsabyggðirnar í Miðhúsaskógi og Úthlíð. „Fyrir norðan sumarhúsabyggðina er víðlent, óbyggt svæði sem er kjörið til náttúruskoðunar upp á eigin spýtur og það er auðvelt að ganga á Bjarnarfellið fyrir austan Úthlíð. Engir far- artálmar eru á leiðinni og af tindinum blasir Suðurlandsund- irlendið við og í austri gufustrókar frá Geysi.“ Konungsvegurinn liggur í gegnum Miðhúsaskóg en hann var lagður frá Þingvöllum austur að Geysi í tilefni af komu Danakonungs árið 1907. „Í sumar verða 100 ár liðin frá þessum atburði og mun þess verða minnst með margvíslegum hætti, meðal annars með skipulögðum gönguferðum um Konungsveg- inn.“ Páll Ásgeir segir að ef menn vilji leggja í lengri gönguferðir frá sumarbústöðunum á þessum slóðum, sem taka heilan dag, mætti benda á Brúarárskörð þar sem Brúará sprettur fram úr klettum undan Rótarsandi. ,,Auðvelt er að fylgja ánni gegnum skóginn að austan alla leið inn í skörð og príla síðan upp fjallið austan við ána og þá standa menn á brúnum mikils gljúfurs þar sem eru uppsprettur fossa úr klettaveggjum sem safnast saman í hina tæru og fallegu Brúará.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður er mikill göngugarpur og þekkir margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni sumarbústaða, svo sem í kringum sumarhúsabyggðirnar í Miðhúsaskógi og Úthlíð. Ásgerður Magnúsdóttir, formaður félags húsbílaeigenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.