Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 123
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 123
Landsamband
sumarhúsaeigenda
Á Íslandi eru um 12000 sumarbústaðir, dreifðir um allt land, en
flestir í stóru sumarhúsabyggðunum; Bláskógarbyggð, Grímsnesi,
Grafningi og Borgarfirði.
Sveinn Guðmundsson lögmaður er framkvæmdastjóri Landsam-
bands sumarhúsaeigenda. Hann segir félagið hafa mörg baráttumál
og þar hafi hæst borið baráttuna fyrir því að fá sett lög um sum-
arhúsaumhverfið.
„Í haust verður væntanlega samþykkt frumvarp starfshóps um
leigulóðir, „Lög um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í
skipulagðri frístundabyggð“, en þau mál hafa verið nokkuð á reiki.
Oft hafa komið upp deilur um hvað gerðist eftir að leigutíma lýkur.
Þetta er talsvert hagsmunamál fyrir sumarbústaðaeigendur og mik-
ilvægt að því ljúki farsællega,“ segir Sveinn. „Við erum með okkar
eigin miðil, heimasíðuna www.sumarhus.is þar sem við birtum
reglulega fréttir af því sem er að gerast í félaginu og upplýsingar um
allt sem viðkemur sumarhúsum og kemur eigendum þeirra að gagni.
Sumarhús eru gjarnan annað heimili fólks og farið er að nota þau
í miklu meira mæli en áður og margt sem gæta þarf að. Þess vegna
er mikilvægt að hafa aðgang að góðum og áreiðanlegum upplýs-
ingum.“ Sveinn Guðmundsson lögmaður, framkvæmdastjóri Landssambands
sumarhúsaeigenda.
Sumarbústaðurinn:
Stritað og slappað af
„Ég fæ útrás fyrir sveitamanninn og náttúrubarnið í mér við það að
tengjast landinu mínu með þessum hætti,“ segir Sigmundur Ernir
Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, en hann á, ásamt eiginkonunni og
tengdafólkinu, sumarbústað í landi Efra-Sels í Hrunamannhreppi.
,,Það blundar bóndi í öllum sæmilega víðsýnum mönnum og hann
vaknar innra með mér í hvert sinn sem ég renni upp Skeiðin.
Bústaðurinn var upphaflega rétt tæplega 40 fermetrar en við
höfum stöðugt bætt við hann enda hefur ekkert lát verið á barn-
eignum á þeim árum sem liðin eru frá frumsmíðinni. Í fyrstu
reistum við 12 fermetra svefnskála öðrum megin aðalbústaðarins
en bættum svo 40 fermetra svefnhúsi hinum megin nokkrum árum
síðar. Loks kom tengibygging á milli nýja svefnhússins og aðalbú-
staðarins svo þetta er orðið dágott pláss fyrir utan allar verandirnar
sem umlykja bústaðinn.“
Þegar dvalið er í bústaðnum leggur Sigmundur áherslu á að
sameina fjölskylduna, stóra sem smáa, og að strita og slappa af til
skiptis. „Það getur verið mikil hvíld í því að strita. Og eins getur það
verið talsvert strit að slappa af.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson. „Ég fæ útrás fyrir
sveitamanninn og náttúrubarnið í mér við það að
tengjast landinu mínu með þessum hætti.“