Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 123

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 123
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 123 Landsamband sumarhúsaeigenda Á Íslandi eru um 12000 sumarbústaðir, dreifðir um allt land, en flestir í stóru sumarhúsabyggðunum; Bláskógarbyggð, Grímsnesi, Grafningi og Borgarfirði. Sveinn Guðmundsson lögmaður er framkvæmdastjóri Landsam- bands sumarhúsaeigenda. Hann segir félagið hafa mörg baráttumál og þar hafi hæst borið baráttuna fyrir því að fá sett lög um sum- arhúsaumhverfið. „Í haust verður væntanlega samþykkt frumvarp starfshóps um leigulóðir, „Lög um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð“, en þau mál hafa verið nokkuð á reiki. Oft hafa komið upp deilur um hvað gerðist eftir að leigutíma lýkur. Þetta er talsvert hagsmunamál fyrir sumarbústaðaeigendur og mik- ilvægt að því ljúki farsællega,“ segir Sveinn. „Við erum með okkar eigin miðil, heimasíðuna www.sumarhus.is þar sem við birtum reglulega fréttir af því sem er að gerast í félaginu og upplýsingar um allt sem viðkemur sumarhúsum og kemur eigendum þeirra að gagni. Sumarhús eru gjarnan annað heimili fólks og farið er að nota þau í miklu meira mæli en áður og margt sem gæta þarf að. Þess vegna er mikilvægt að hafa aðgang að góðum og áreiðanlegum upplýs- ingum.“ Sveinn Guðmundsson lögmaður, framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda. Sumarbústaðurinn: Stritað og slappað af „Ég fæ útrás fyrir sveitamanninn og náttúrubarnið í mér við það að tengjast landinu mínu með þessum hætti,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, en hann á, ásamt eiginkonunni og tengdafólkinu, sumarbústað í landi Efra-Sels í Hrunamannhreppi. ,,Það blundar bóndi í öllum sæmilega víðsýnum mönnum og hann vaknar innra með mér í hvert sinn sem ég renni upp Skeiðin. Bústaðurinn var upphaflega rétt tæplega 40 fermetrar en við höfum stöðugt bætt við hann enda hefur ekkert lát verið á barn- eignum á þeim árum sem liðin eru frá frumsmíðinni. Í fyrstu reistum við 12 fermetra svefnskála öðrum megin aðalbústaðarins en bættum svo 40 fermetra svefnhúsi hinum megin nokkrum árum síðar. Loks kom tengibygging á milli nýja svefnhússins og aðalbú- staðarins svo þetta er orðið dágott pláss fyrir utan allar verandirnar sem umlykja bústaðinn.“ Þegar dvalið er í bústaðnum leggur Sigmundur áherslu á að sameina fjölskylduna, stóra sem smáa, og að strita og slappa af til skiptis. „Það getur verið mikil hvíld í því að strita. Og eins getur það verið talsvert strit að slappa af.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson. „Ég fæ útrás fyrir sveitamanninn og náttúrubarnið í mér við það að tengjast landinu mínu með þessum hætti.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.