Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
K
YN
N
IN
G
FORMACO:
Viðhaldsfríir gluggar eru
draumur sumarhúsaeigandans
Sumarbústaðaeigendur jafnt sem húseigendur leggja sífellt meiri áherslu á að hús og bústaðir séu eins viðhaldslitlir og frekast er kostur. Einn liður í því er að vera með glugga
sem ekki þarf stöðugt að skrapa og mála. VELFAC-gluggarnir, sem
Formaco ehf. í Fossaleyni 8 flytur inn, uppfylla þessi skilyrði.
VELFAC-gluggarnir eru danskir, svokallaðir ál/
trégluggar. Gluggakarmurinn er úr sérvalinni gæða-
furu, en að utan er álrammi þannig að allur blauti
og kaldi hluti gluggans er úr áli. Þeir hafa reynst
mjög vel hér og voru fyrst settir í Menntaskólann í
Kópavogi árið 1991.
„Við höfum selt gífurlega mikið af VELFAC-
gluggum í sumarbústaði og merkjum aukningu
ár frá ári. Sumarhúsabyggjendur hverfa nú meir
og meir frá hinum hefðbundna fjallakofastíl yfir
í nýtískulega heilsársbústaði með björtum og fal-
legum rýmum sem gjarnan tengjast náttúrunni
fyrir utan í gegnum stóra glugga,“ segir Ragnar
Jóhannsson. VELFAC-gluggarnir eru nýtískulegir
og hægt er að hanna þá í samræmi við óskir flestra
enda smíðaðir eftir máli. Renni- og svalahurðir
tengja innra rými við umhverfið fyrir utan og nútíma arkitektúr
tengir líka saman verönd og stofu á góðviðrisdögum.
Hámarksnýting er á glerflötum VELFAC-glugganna, birtan
streymir hindrunarlaust inn og útsýnið verður fullkomið, en eftir
því sækist fólk, ekki síst í sumarhúsinu. Velji fólk VELFAC fær það
glugga sem ekki þarf að eyða tíma í að skrapa og mála, aðeins þvo
af og til. Þeir hæfa vel nýtískuútliti sumarbústaða og gera fólki kleift
að njóta náttúrunnar fyrir utan og hlýjunnar innan dyra. VELFAC-
gluggarnir koma allir með háeinangrandi gleri.
Lumon svalagler Formaco varð fyrst hér á landi til að setja hert gler
á svalir, í fjölbýlishús í Gullsmára. Um er að ræða LUMON svalagler,
sterkt og fallegt, sem hefur verið styrkleikaprófa
hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Engir
rammar eða lóðréttir póstar hindra útsýni eða
spilla útliti þar sem LUMON glerið er notað. Örn
Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri, segir að nú sé
farið að setja svalagler í nýbyggingar og trúlega fari
eins hér og í Finnlandi þar sem íbúðir seljist tæp-
ast ef ekki er gler á svölum eða gert ráð fyrir því í
byrjun.
Sérpöntuð viðarklæðning Ný hús og sumarbú-
staðir eru gjarnan klæddir með viðhaldsfríu klæðn-
ingarefni og síðan er blandað inn í fallegum viði,
t.d. mahóní, lerki eða sedrusviði. Formaco sérpantar
einmitt slíkar viðarklæðningar í samræmi við óskir
viðskiptavinna sinna.
Formaco var stofnað árið 1997. Eigendur og stofnendur eru
Ragnar Jóhannsson og kona hans, Helga Margrét Jóhannsdóttir.
„Við byrjuðum smátt,“ segir Ragnar „og þá aðallega með steypumót
og stálgrindahús. Kaflaskipti urðu þegar við keyptum rekstur Idex í
Reykjavík og Idex A/S í Danmörku og vöruúrvalið breyttist töluvert
enda var Idex með mikið af góðum vörum sem fóru vel við vörur
Formaco, m.a. VELFAC-gluggana,“ segir Ragnar Jóhannsson.
Formaco verður 10
ára í ár. Þar starfa
nú 35 manns og
fyrirtækið heldur
áfram að vaxa
og dafna að sögn
Ragnars Jóhanns-
sonar sem er fram-
kvæmdastjóri og
einn af eigendum
fyrirtækisins.
Ragnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri og eigandi og Örn Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri, við VELFAC-glugga.