Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 133
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 133
ANDRI MÁR INGÓLFSSON
- VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
ÁRSINS
Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður FVH,
sagði m.a. þetta þegar Andri Már Ingólfsson
var útnefndur viðskiptafræðingur ársins:
„Valið átti að byggjast á breytum sem
tengjast þema þekkingardagsins eða sam-
runum og yfirtökum. Viss vandi blasti vit-
anlega við dómnefndinni því undanfarin
misseri hafa einkennst af miklum yfirtökum
íslenskra fyrirtækja á erlendum fyrirtækjum,
en líka vissulega af yfirtökum hér innanlands.
Margir af þeim, sem komu til tals, hafa aug-
ljóslega haft skýra sýn og keyrt samkvæmt
ákveðinni stefnu í yfirtökum sínum. Það sem
er vitanlega hvað ánægjulegast er að margir
hafa nú þegar náð góðri samlegð við sam-
þættingarnar.
Þær breytur sem dómnefndin studdist við
í valinu voru klassískar en ekki sjálfgefið að
auðvelt væri að uppfylla þær. Þær eru að við-
komandi hafi haft framtíðarsýn, fylgt henni
með skýrri stefnu, hafi haft áræðni, náð að
samþætta reksturinn, hafi unnið starfsfólk
til fylgis við sig, komið út úr verkefnunum
með sterka ímynd og hafi sýnt árangur í sam-
skiptum við hagsmunaaðila.
Það voru margir til kallaðir en einn
útvalinn. Sá hefur reynslu í sinni atvinnu-
grein sem brátt fyllir þrjá áratugi og það
hefur hann þó enn ungur sé. Hann hóf sjálf-
stæðan rekstur fyrir um fimmtán árum með
tvær hendur tómar. En fyrir fimm árum var
lögð til grundvallar ný framtíðarsýn og skýrri
stefnu hefur verið fylgt síðan. Á þessum
tíma hefur hann náð þeim frábæra árangri
að gera rekstur sinn þann þriðja stærsta
á Norðurlöndunum í sinni atvinnugrein.
Skrefin stigin voru yfirveguð og hver fyrir-
tækjakaup úthugsuð, enda hefur komið á
daginn að samlegð hefur ótrúlega fljótt náðst
út úr yfirtökunum. Fyrirtækin hafa öll haldið
áfram innri vexti en heildin (þ.e.a.s. vogarafl
stærðarinnar) hefur strax skilað umtalsverðri
hagræðingu í rekstri.
Það er reyndar ekki auðvelt að koma bön-
dum yfir hlutina hjá hinum útvalda þar sem
ekkert lát er á góðum gangi mála. Ég skoðaði
efni frá því fyrir jól og þá var velta fyrirtækis-
ins um 35 milljarðar króna, fyrirtækið það
fjórða stærsta á Norðurlöndum. Hins vegar
má sjá í frétt frá því um helgina að reksturinn
á að skila 45 milljarða króna veltu á þessu
ári og fyrirtækið er þegar orðið það þriðja
stærsta á Norðurlöndunum.
Það var sama hvar dómnefnd bar niður,
allir báru honum vel söguna. Okkur þykir
hann mjög verðugur þess að vera viðskipta-
fræðingur FVH ársins 2006. Mig langar að
bjóða Andra Má Ingólfsson að koma hingað
upp á svið og taka við viðurkenningunni úr
hendi hæstvirts forsætisráðherra, Geirs H.
Haarde.“
Þ E K K I N G A R D A G U R F V H
Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, tekur hér við viðurkenningunni „viðskiptafræðingur ársins“ úr hendi Geirs H. Haarde forsætisráðherra.