Frjáls verslun - 01.02.2007, Blaðsíða 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
AUDI Q7:
Traustvekjandi
og öruggur
Audi Q7 kemur sterkur inn í samkeppni jeppa/
jepplinga í dýrasta flokki, virðist vandaður innst
sem yst, traustvekjandi og öruggur. Val er um 4,2
l V8 bensínvél eða 3,0 l dísilvél með forþjöppu,
Chevrolet Captiva frá
Chevrolet í S-Kóreu er
skemmtileg viðbót við
þegar fjölbreytt úrval
jepplinga – þ.e. aldrifs-
bíla án millikassa.
Hann er með þeim
stærri í þeim hópi
(lengd 4,635 m, br.
1,852 m) og fáanlegur
allt upp í 7 sæta.
Vélin er 2,0 l einubunu-
dísill sem dugar þessum bíl mjög vel. Val er um handskiptingu
eða sjálfskiptingu (Tip Tronic), báðar 5 gíra. Staðaldrif er á
framhjólum en við mishröðun grípur afturhjóladrif sjálfvirkt inn
í. Hann er allvel búinn, með tölvustýrt hitakerfi og sérstakt upp-
hitunarkerfi til að flýta fyrir upphitun innrýmis við kaldræsingu,
stöðugleikastýringu og veltivörn ásamt brekkuviðhaldi. Verðið er
frá kr. 3.550.000 upp í kr. 4.185.000.
hvorar tveggja með 6 gíra sjálfskiptingu með handskiptivali.
Q7 er búinn sívirku aldrifi með sjálfvirkri átaksskiptingu milli
fram- og afturhjóla. Staðalfjöðrun er gormar með tvöföldum
klafaspyrnum, en loftfjöðrun með breytilegum hæðarstill-
ingum er valbúnaður. Eins og vænta má er öll helsta
nútímatækni ýmist staðalbúnaður eða valbúnaður, þar með
talið brekkuviðhald og stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn.
Grunnverð er á bilinu kr. 7.990.000 til kr. 9.190.000.
CHEVROLET CAPTIVA:
Rennilegur, frískur og vel búinn
JEPPAR