Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 139
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 139
DISCOVERY 3 WINDSOR G4:
Með loftpúðafjöðrun
og fjölstillanlegt
aldrifskerfi
Land Rover kom fyrst til Íslands um miðja síðustu öld.
Vinsælasti Land Roverinn nú er Discovery Windsor G4 sem
sameinar að verulegu leyti eiginleika lúxusjeppa og fjallatrukks.
Í boði eru 2,7 l dísilvél eða 4,4 l V8 bensínvél, hvor tveggja
með 6 gíra sjálfskiptingu með handskiptivali. Loftpúðafjöðrun
er hluti af fjölstillanlegu Terrain Response aldrifskerfi sem lagar
sig sjálfvirkt að ólíkum aðstæðum. Ásamt stöðugleikastýringu,
spólvörn og brekkuviðhaldi gerir þetta bílinn að öflugum ferðabíl
við allar kringumstæður. Sætaraðir eru þrjár (7 manna), tvær
þær aftari eru hærri en fremsta röðin, farþegum til þæginda.
Grunnverð er frá kr. 5.850.000 upp í kr. 8.250.000.
HONDA CR-V:
Með sjálfvirkan
jafnvægisbúnað
fyrir tengivagn
Þriðja kynslóð af Honda CR-V er verulega endurbættur bíll
og keppir nú við dýrari bíla í flokki jeppa/jepplinga. Nýja
útgáfan er 1 sm styttri, 3,5 sm breiðari en aðeins lægri en
sú eldri, þrátt fyrir að vera kominn á 17 tommu felgur. Mýkri
línur minnka loftmótstöðu, gera farþegarýmið hljóðlátara og
draga úr eldsneytisnotkun. Afturhlerinn opnast nú upp en
ekki á hlið eins og áður var og boðið er upp á milligólf í far-
angursrýminu. Val er um 2,0 l. bensínvél eða 2,2 l. dísilvél
og 6 gíra handskiptingu eða 5 gíra sjálfskiptingu. Spólvörn
og skrikvörn eru staðalbúnaður, en auk þess sjálfvirkur
stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn, sem er nýjung. Uppgefin
eyðsla er nú allt að 20% lægri en áður. Verðið er frá kr.
3.270.000 upp í kr. 4.465.000.
JEPPAR