Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 141
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 141
JEPPAR
MITSUBISHI OUTLANDER:
Nýr bíll með
sæti fyrir 7
Ný kynslóð af Mitsubishi Outlander jepplingnum er nýkomin í
sölu hérlendis. Hann er gjörbreyttur í útliti og verður fyrst um
sinn aðeins boðinn með 2,0 l dísilvél (frá Volkswagen) og 6
NISSAN PATHFINDER:
Traustvekjandi
fjallatrukkur
Vinsældir jepplinga hafa sumpart orðið til þess
að framleiðendur hafa freistast til að gera hefð-
bundna jeppa fólksbílalegri. Með Pathfinder
hefur Nissan ekki fallið í þessa gryfju. Hér
er á ferðinni traustvekjandi fjallatrukkur með
notalega farþegainnréttingu með sætum fyrir
allt að sjö manns. Venjulegt tvíhjóladrif (2H) er
á afturhjólum en með einu handtaki má tengja
aldrifið, annað hvort sjálfvirkt val
bílsins eftir því sem skynjarar meta
þörfina, eða fast aldrif (4H) með
jafnri átaksskiptingu milli fram og
afturhjóla. Og svo er lága drifið
eftir (4L), svo og gripstýring og
skrikvörn. Vélin er 2,5 l dísilvél en
val um 5 gíra handskiptingu eða
sjálfskiptingu með handskiptivali.
Verðið: frá kr. 4.390.000 til kr.
5.990.000.
gíra handskiptingu. Þannig búinn er hann sérlega sparneytinn,
skv. upplýsingum framleiðanda. Síðar á árinu bætist 2,4 l bens-
ínvél við, einnig frá Volkswagen, og þá verður einnig sjálfskipting
í boði. Sjálfgefið drif er á framhjólum en með snúningsrofa hægt
að tengja á sjálfvirkt drifval eða festa í fjórhjóladrifi. Outlander
er með spólvörn og stöðugleikakerfi fer afar vel á vegi. Bíllinn
er í boði með sætum fyrir 7, enda er hann 4,64 m að lengd.
Verðið er frá kr. 3.480.000 til kr. 3.995.000.