Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 142
142 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
JEPPAR
NISSAN X-TRAIL:
Gott rými
og stöðug-
leiki
X-Trail jepplingurinn frá Nissan
hefur staðist tímann vel þó hann
sé nokkuð farinn að reskjast, hefur
enda fengið nokkrar endurbætur
jafnt og þétt eins og gerist. Farþegar
og ökumaður sitja hátt og hafa góða
yfirsýn. Rýmið er allgott, enda bíllinn
í meðallagi stór (lengd 4,455 m).
Nissan X-trail er alltaf í framhjóladrifi
en með snerilrofa má á andartaki
tengja afturhjóladrifið gegnum sjálf-
virknival bílsins, eða festa það í
57-43 átak framan og aftan. Þannig
búinn er bíllinn ágætlega stöðugur í
akstri, en stöðugleikastýring er val-
búnaður. Boðnar eru annaðhvort 2,0
l bensínvél með 5 gíra handskipt-
ingu eða sjálfskiptingu með hand-
skiptivali, eða 2,2 l dísilvél með 5
gíra handskiptingu. Verðið er frá kr.
2.990.000 til 3.290.000.
SSANGYONG KYRON:
Vel smíðaður
og þéttur
Kyron frá SangYong tekur við af gamla Musso
sem margir þekkja en er stórbættur í takt við
tíma og eðlilega þróun. Sem fyrr nýtir fram-
leiðandinn sér þekkingu og tæknigetu annarra
og raðar saman einbunudísilvél frá Mercedes
Benz, 2.0 l 4 strokka, sjálfskiptum 5 gíra Tip-
Tronic frá ZF, drif frá Dana Spicer, svo nokkuð
sé nefnt. Drifið er á afturhjólunum með tengj-
anlegt framhjóladrif og millikassa með hátt og
lágt drif. Bíllinn virkar vel smíðaður og þéttur,
ljúfur í akstri og vel innréttaður. Hann er stór í
ytri málum (lengd 4,66 m, br. 1,88 m) en skv.
upplýsingum framleiðanda mjög sparneytinn
(10,6 l pr. 100 km í borgarakstri). Verðið er frá
kr. 3.490.000 upp í 4.190.000 eftir búnaði.