Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 148
148 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
ÚR EINU Í ANNAÐ
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
List:
SKARTGRIPIR
FJALL-
KONUNNAR
við trönurnar. Hann fór í kjölfarið
að taka ljósmyndir af náttúrunni
– sérstaklega steinum. Skófirnar
og mosinn á steinunum fanga
sérstaklega augu hans.
„Þetta eru sérstakar myndir
og sérstakt sjónarhorn á lands-
lagið. Ég kalla þessar myndir
„skartgripi fjallkonunnar“. Ég
legg áherslu á nærmyndir; tek
Reynir Þorgrímsson. „Þetta eru sérstakar myndir og sérstakt sjónarhorn á landslagið.“
myndir af þessu smáa, fallega
og því sem í raun glitrar í sjálfri
náttúrunni og sem við stígum
yfir eða göngum fram hjá. Það
er mikið atriði að ekki sé of
mikið sýnt á myndunum og ekki
of lítið. Fyrir utan rétta litagrein-
ingu legg ég ríka áherslu á
myndbyggingu, að þungi mynd-
anna sé rétt uppbyggður og í
réttu hlutfalli.“
Reynir hefur orðið var við
álfa og þeir ku jú búa í steinum.
„Steinarnir eru bústaðir álfa og
þeir skreyta heimili sín til að
rata heim til sín í tunglskininu.“
Það að ljósmynda náttúruna
hefur kennt Reyni að bera virð-
ingu fyrir henni. „Mér sárnar
þegar ég sé jarðýtur vaða yfir
holt og hæðir og eyðileggja
hana.“
Náttúrubarnið Reynir hefur
haldið nokkrar sýningar og
í sumar gefst fólki kostur á
að skoða náttúruna, sem
Reynir festir á filmu, í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Meistari Kjarval benti
ungum manni á fegurð stein-
anna. Um hálfri öld síðar,
eða árið 2004, var Reynir
Þorgrímsson, framkvæmdastjóri
Fyrirtækjasölunnar, staddur í
Heiðmörk og þá loks sá hann
fegurðina í steinunum. „Ég
fékk allt í einu uppljómun,“
segir hann en þess má geta að
Reynir er mikill listunnandi og
hefur áratugum saman skoðað
og lesið um verk meistaranna