Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 36

Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 D A G B Ó K I N Október 2008: Krónan búin að vera Eftir fall bankanna og krónunnar varð helsta umræðan sú að krónan væri búin að vera sem gjaldmiðill þjóðarinnar. Hún væri of lítil mynt og nauðsynlegt væri fyrir þjóðina að komast inn í stærra myntsamfélag á næstu þremur til fimm árum til að hindra það í framtíðinni að krónan fari aftur í slíka rússíbanaferð vegna gjaldeyris- skorts. Það kostar of miklar fórnir og fyrirhöfnin er of mikil til að halda krónunni úti; það stríð gengur út á háa vexti, eilífa baráttu við geng- isfellingar og verðbólgu. Þá viðheldur krónan verðtryggingunni og hún stendur örugglega í vegi fyrir því að erlendir fjárfestar komi með fjármagn inn í landið. Hverfi krónan hverfur hún líka sem stýritæki (gengisfellingar) til að slá á atvinnuleysi og jafna hagsveiflur. Í stuttu máli: Evra eða króna í framtíðinni? Evran merkir meiri stöðugleika en hins vegar meira atvinnuleysi. Október 2008: Greiðsluþrot þjóðarinnar Þjóðin er ekki gjaldþrota en hún á í greiðsluvandræðum. Gjaldeyrismarkaðurinn hrundi með öllu. Mikilvægt er að gjald- eyrismálin nái jafnvægi á ný. Líklegast var engin önnur leið en að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að borðinu. Til langs tíma þurfum við Íslendingar að fá gjaldmiðil sem við og aðrir getum treyst. Október Sögulegur dagur – aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Föstudagurinn 24. október var sögulegur. Þá óskuðu Íslendingar formlega eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Tvennt vinnst strax með þessu. Samstarfið er nauð- synlegt til að byggja upp almennt traust annarra þjóða á Íslandi og með láninu kemst vonandi á jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánar að jafnvirði 2 millj- arða Bandaríkjadala en reiknað er með að Ísland þurfi á 6 milljarða Bandaríkjadala fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að Norðurlandaþjóðirnar muni leggja fram lánsfé á næstu árum. FV0808X.indd 36 10/28/08 2:25:52 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.