Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 44

Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 Er fall krónunnar og hlutabréfa að und- anförnu versta krísa sem þú hefur upp- lifað sem stjórnandi? Þetta er vissulega mikil áskorun, enda fylgir því mikil ábyrgð að stýra fé annarra. En þrátt fyrir aðstæður þá hafa viðskiptavinir Auðar notið góðrar og öruggrar ávöxtunar og okkur tekist að forða þeim frá því að tapa fé í þeim hremmingum sem nú ganga yfir. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessari krísu? Við þurfum nýjar áherslur í fjármálaþjónustu. Það hefur verið lögð allt of mikil áhersla á áhættusækni og skammtímagróða. Ég tel að þær áherslur sem Auður capital hefur haft að leiðarljósi séu það sem koma skal, þ.e.a.s. óhað fjárfestingaráðgjöf, aukin áhættumeðvitund, víðari skilgreining á arðsemi og mannlegri nálgun í fjármálaþjón- ustu. Hvað hefur staðið upp úr hjá fyrirtæki þínu á árinu? Þrátt fyrir einstaklega erfitt árferði þá lok- uðum við fagfjárfestasjóði að upphæð 3,2 milljarðar á árinu, fengum starfsleyfi og höfum byggt upp árangursríka eignastýr- ingu. Síðast en ekki síst verður það að teljast afrek í þessu árferði að reksturinn sé að skila hagnaði. Telur þú að krónan sé búin að vera sem gjaldmiðill Íslendinga? Já, ef stjórnvöld taka ekki af skarið þá munu fyrirtækin og fólkið í landinu sjálf skipta um mynt. Ert þú hlynnt(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið ef það er eina leiðin til að taka upp evru? Aðild að Evrópusambandinu er forsenda þess að taka upp evru og þess vegna er ég fylgjandi því. Hefur þú trú á að hin alþjóðlega láns- fjárkreppa leysist á næstu mánuðum? Nei, ég tel að við eigum töluvert eftir áður en við sjáum viðsnúning í því erfiða ástandi sem nú ríkir. Ef þú ættir að gefa Geir H. Haarde for- sætisráðherra eitt gott ráð, hvaða ráð yrði það? Leitaðu ráða og aðstoðar hjá þeim sem hafa horfst í augu við sambærilega hluti áður, t.d. hjá Noregi og Svíþjóð. KRISTÍN pÉTuRSdóTTIR, FORSTJóRI AuðAR cApITAL: Þurfum nýjar áherslur í fjármálaþjónustu „Aðild að Evrópu- sambandinu er forsenda þess að taka upp evru og þess vegna er ég fylgjandi því.“ Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital. FV0808X.indd 44 10/28/08 2:27:42 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.