Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 113
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 113
áhuga á að koma í flugstöðina og þjóna farþegum:
„Um sextíu aðilar sóttu um aðstöðu hjá okkur og voru
fjórtán valdir. Við teljum að vel hafi tekist með valið.
Höfum í raun ekki að baki nema eitt rekstrarár með
núverandi skipulagi og það hefur gengið mjög vel.
Aðeins er eftir að opna einn veitingastað sem er heilsu-
og sjávarréttabar, sem eykur enn fjölbreytnina. Það
sem lýsir því e.t.v. best hversu vel hefur tekist til er að
við erum aðilar að stórri alþjóðlegri þjónustukönnun.
Í þeirri könnun eru um 130 flugvellir. Könnunin er
gerð fjórum sinnum á ári og við erum í einu af fimm
efstu sætunum af flugvöllum sem eru með minna en 5
milljónir farþega. Við teljum okkur því vera með mjög
góðan flugvöll sem Íslendingar geta verið stoltir af.
Könnunin er víðtæk og nær til andrúmslofts, þjónustu
og aðstöðu, svo eitthvað sé nefnt. Við setjum markið
hærra og ætlum okkur að vera í efsta sæti á þessum
lista og teljum okkur vel í stakk búin til að komast
þangað.“
Stefnt að auknu farþegaflæði
Undanfarin ár hefur fjölgað mjög farþegum sem leggja
leið sína í gegnum Flugstöðina en gert er ráð fyrir
einhverjum samdrætti á þessu ári í kjölfar efnahags-
ástandsins hér á landi. Elín telur þó að búast megi við
fjölgun útlendinga: „Flugfélögin eru að fara í mikla
markaðssetningu í útlöndum sem við vonum að skili
sér. Eins og flugstöðvarbyggingin er í dag, þá getum við
tekið á móti þremur milljón farþegum, erum nú með
rúmlega tvær milljónir. Það sem þarf kannski helst að
gera er að fjölga stæðum fyrir flugvélar. Stefnan er sem
sagt að auka farþegaflæðið um flugstöðina og erum við
í átaki að markaðssetja flugvöllinn. Við erum með flug-
brautir sem eru ekki fullnýttar og flugstöð sem getur
tekið á móti fleiri farþegum þannig að við tökum á
fullu þátt í að markaðssetja Ísland fyrir ferðamenn, fá
fleiri flugfélög til að fljúga til okkar og um leið að efla
Keflavíkurflugvöll sem góðan alþjóðlegan flugvöll.“
Framtíðarsýn
Flugstöðvar
leifs Eiríks-
sonar ohf.
er að vera í
fremstu röð
flughafna,
bjóða ein-
staka upplifun
og eftirsókn-
arverða þjón-
ustu sem gerir
flughöfnina að
vinsælum við-
komustað sem
stenst saman-
burð við þá
bestu í heimi.
235 Keflavíkurflugvelli
Sími: 425680. Fax: 4250690
Netfang: airport@airport.is
Netsíða: www.airport.is
Elín Árnadóttir, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
FV0808.ok.indd 113 10/29/08 11:58:29 AM