Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 132

Frjáls verslun - 01.09.2008, Qupperneq 132
132 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 Kvikmyndir Í W ætlar Oliver Stone að segja okkur hvernig drykk- felldur ónytjungur, George W. Bush, fór að því að verða valdamesti maðurinn í heiminum og hvernig honum hefur farnast í forsetaembætti í átta ár. Stiklur í lífi forseta TExTI: hilmar Karlsson e f nýjasta kvikmynd Olivers Stones, W, fær slæma dóma þegar hún verður frumsýnd vestan hafs 17. október þá er víst að hún fær ekki jafnslæma dóma og George W. Bush þegar gert verður upp átta ára tímabil hans sem forseti Bandaríkjanna. Það ætti samt engum að koma óvart að mikið moldviðri hefur orðið í kringum kvikmynd Stones, sem heitir einfaldlega W. Öll stóru fyrirtækin í Hollywood neituðu að koma nálægt henni og er W gerð að miklu leyti með erlendu fjármagni. Skiljanlega eru hörðustu repúblikanar brjálaðir yfir gerð myndarinnar og demókratar hrifnir, ekki síst vegna þess að myndin verður frumsýnd þremur vikum áður en forsetakosn- ingar fara fram í Bandaríkjunum. Þar eru repúblikanar í varnarstöðu og frambjóðandi þeirra John McCain minnist varla á Bush. Oliver Stone, sem er demókrati og yfirlýstur andstæðingur veru Bandaríkjanna í Írak, er þó ekki á því að viðurkenna að hann hafi lagt upp með gerð W vegna þess að honum sé illa við Bush og segist vera að gera heiðarlega kvikmynd um forsetann. Ekki taka allir undir þessa staðhæfingu, minnugir þess að Stone hefur gert tvær aðrar kvikmyndir um forseta Bandaríkjanna, JFK og Nixon, þar sem hann fór frjálslega með staðreyndir. Einn blaðamaður orðaði það svo að þegar Stone tali um að vera heiðarlegur gagnvart Bush þá sé það eins trúverðugt og ef Donald Trump segðist ætla að vera hæverskur og auðmjúkur. Leiðir Bush og Stones lágu saman á háskólaárunum án þess að þó að hvor vissi af hinum, en þeir eru jafngamlir og stunduðu báðir nám í Yale. Stone hætti og tók þátt í Víetnamstríðinu og reynsla hans þar hjálpaði honum við gerð tveggja óskarsverðlaunamynda, Platoon og Born on the Fourth of July. Bush gat komist undan Víetnamstríðinu og lauk herþjónustu sinni sem þjóðvarðliði á heimaslóðum í Texas. Þrír kaflar í ævi Bush „Staðreyndirnar tala sínu máli,“ segir Stone. „Í skóla var George W. Bush drykkfelldur aumingi sem enginn tók mark á, var tekinn ölv- aður undir stýri, kom sér undan herþjónustu í Víetnamstríðinu, átti í miklum útistöðum við föður sinn, náði síðan að hætta að drekka og koma undir sig fótunum með aðstoð trúarinnar og trúir því statt og stöðugt að guð persónulega hafi valið hann í embætti forseta Banda- ríkjanna og leiðbeint honum þegar innrásin var gerð í Írak.“ Eftir að hafa horft á tvö sýnishorn úr W er ljóst að Oliver Stone er ekki að verja Bush og gerðir hans. Í upphafi annars sýnishornsins sjáum við Bush, blindfullan með mikil læti uppi á barborði og akandi drukkinn. Í bakgrunninum er rödd Bush eldri: „Ef ég man rétt þá varstu ekki hrifinn af vinnu í íþróttaverslun, ekki heldur í trygg- ingabransanum og því síður í olíubransanum. Og „junior“, ekki er hægt að segja að þú hafir yfirgefið þjóðvarðliðið með sæmd.“ Síðan er skipt yfir á gamla manninn þar sem hann þrumar yfir syninum: „Í hverju ertu góður; eltandi stelpur, vera í drykkjuveislum, akandi fullur? Hvað heldur þú að þú sért, Kennedy? Þú ert Bush og farðu að haga þér eins og Bush.“ Ekki beint hrifning á syninum og því síður á Kennedy-ættinni. Oliver Stone segir W vera í þremur hlutum þótt farið sé fram og aftur í tíma. Það eru skólaárin og drykkjutímabilið, árin sem hann nær sér á strik og gerist trúaður og árin í Hvíta húsinu, en bak- grunnurinn er samskipti hans og föður hans. Þeir gátu ekki hist án þess að fara að rífast. Þetta breytist þegar sonurinn hættir að drekka og Bush eldri verður forseti. Ef við erum að fylgjast með Bush í baráttu við sjálfan sig og fyrir viðurkenningu föður síns í fyrri hluta myndarinnar, þá er allt annað upp á teningnum þegar kemur að árunum í Hvíta húsinu. Þá fyrst fer að færast fjör í leikinn og verður spennandi að sjá hvernig Stone tekur á málunum þar. Ekki skortir fræg nöfn og fá margir þekktir leikarar að spreyta sig á persónum sem við lesum um daglega. Stone vel undirbúinn Gerð W gekk mjög fljótt fyrir sig. Oliver Stone vann ásamt handrits- höfundinum Stanley Weiser, sem samdi handritið að Wall Street með Stone, að handritinu í nokkurn tíma. Stone hafði þó áður en kom að W ætlað að gera enn eina kvikmynd úr Vietnamstríðinu, Pinkville, Eitt af plakötunum sem notað verður við að auglýsa W. FV0808X.indd 132 10/28/08 2:51:29 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.