Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 138

Frjáls verslun - 01.09.2008, Page 138
138 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 Þ að hefur verið undarleg tilfinning að sjá öll blöð hér full af greinum um Ísland og heyra landið rætt í öllum ljósvakamiðlunum dag eftir dag hér í Bretlandi. Ímynd Íslands er að verða hinn „eldfimi íslenski kokteill“. Og „eldfimi íslenski kokteillinn“ er á góðri leið með að verða alþjóðleg viðmiðun um það hvernig eigi ekki að gera hlutina. Reiðin hér í Bretlandi í garð Íslendinga er mikil og íslenskt viðskiptalíf er rúið trausti og það verður langt og strangt verk að fríska upp á ímyndina. Það var undarlegt að opna Financial Times fyrstu tvær vikurnar í okótber og rekast á hverjum einasta degi á allt að fimm greinar þar sem annaðhvort var verið að gera íslenskum málefnum skil eða að Ísland var tekið með í almenna umfjöllun um kreppuþróunina. Þegar fréttin um neyðarlögin á Íslandi og eignarnám ríkisins á Landsbankanum og Glitni magnaðist athyglin um allan helming því Icesave-reikningarnir urðu aðal- fréttaefnið. Við þetta breiddist umfjöllunin um Ísland frá við- skiptasíðum yfir á almennar fréttasíður og forsíðurnar. Ein BBC-útvarpsrásin, 5 live, er byggð á spjallþáttum þar sem fólk getur hringt inn. Á þeirri rás voru Icesave-reikning- arnir teknir fyrir og fólk var endalaust að hringja inn. Sama var á öðrum ljósvakamiðlum, bæði sjónvarpi og útvarpi, að ógleymdum blöðunum. Allt snerist um Icesave. En þá var komið að þætti Gordons Brown, forsæt- isráðherra Bretlands, og Alistairs Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Við erum að ræða um þriðjudaginn 7. október. Þann dag ræddi Árni Mathiesen fjármálaráðherra við hinn enska starfsbróður sinn, Alistair Darling – og um kvöldið var viðtal í Kastljósi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra þar sem hann lýsti því yfir að íslenska þjóðin, almenn- ingur á Íslandi, myndi ekki greiða upp og ábyrgjast erlend lán sem bankar á Íslandi og auðmenn hefðu tekið og ættu sjálfir að greiða til baka. Davíð nefndi aldrei einu nafni skuldbindingar við erlenda sparifjáreigendur en ræddi um erlend lán. En ummæli hans virtust túlkuð af erlendum blaðamönnum þannig að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbind- ingar við erlenda sparifjáreigendur. Sprengja sprakk síðan miðvikudagsmorguninn 8. októ- ber. Þá létu Gordon Brown og Alistair Darling til skarar skríða. Tilkynnt var að breska stjórnin hygðist stefna BRESKA UMFJöLLUNIN UM ÍSLENSKU BANKAKREPPUNA: Gordon Brown hefur farið hamförum gegn Íslendingum. En það er sama hvort mönnum finnst það réttlátt eða ranglátt, íslenskt viðskiptalíf stendur eftir rúið trausti hér í London – og það verður erfitt verk að fríska upp á þá ímynd. eldFim ímynd íslands TExTI: sigrún davíðsdóttir p i S t i L L S i g R ú n A R FV0808X.indd 138 10/28/08 2:52:20 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.